Fréttaskýring: Davíð segir ekkert að marka eigin skýrslur Friðrik Indriðason skrifar 18. nóvember 2008 11:32 Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór mikinn á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem eitt af meginatriðum í máli hans var að hann hefði margoft varað við útrásinni og afleiðingum hennar. Var Davíð meðal annars tíðrætt um fund í febrúar þar sem seðlabankamönnum hafi verið beinlínis brugðið sökum þess hve staðan var slæm. Þarna er Davíð Oddsson beinlínis að segja að ekkert sé að marka skýrslur Seðlabankans. Til dæmis er ekkert af þessum áhyggjum bankans að finna í hundrað blaðsíðna ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í maí á þessu ári. Þvert á móti þar er íslenska fjármálakerfið sagt vera „í meginatriðum traust". Í fyrgreindu riti segir að langtímahorfurnar séu góðar í íslensku efnahagslífi „viðunandi staða bankanna, traust opinber umgjörð og eftirlit sem og örugg greiðslu og uppgjörskerfi og ekki síst sterk staða ríkissjóðs..." Síðan kemur almennt orðuð setning um að staða bankanna hafi veikst frá fyrra ári vegna minna framboðs lánsfjár á alþjóðamarkaði. Og áfram segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert." Samkvæmt orðum Davíðs Oddsson á fundinum í morgun er þetta allt saman bull sem stendur í riti banka hans, Fjármálastöðugleiki. Alla vega vekur það spurningar um afhverju Davíð lét ekki eitthvað af niðurstöðum fundarins í febrúar koma fram í þessu riti og raunar fleiri útgáfum á vegum Seðlabankans frá því að seðlabankamönnum var beinlínis brugðið í febrúar. Davíð Oddsson segir að hann og Seðlabankinn beri enga ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Á móti kemur að menntaðir hagfræðingar og fjármálaspekingar, bæði innanlands og utan, eru sammála um að að hann hafi ekki valdið starfi sínu. Tengdar fréttir Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18. nóvember 2008 09:32 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri fór mikinn á fundi Viðskiptaráðs í morgun þar sem eitt af meginatriðum í máli hans var að hann hefði margoft varað við útrásinni og afleiðingum hennar. Var Davíð meðal annars tíðrætt um fund í febrúar þar sem seðlabankamönnum hafi verið beinlínis brugðið sökum þess hve staðan var slæm. Þarna er Davíð Oddsson beinlínis að segja að ekkert sé að marka skýrslur Seðlabankans. Til dæmis er ekkert af þessum áhyggjum bankans að finna í hundrað blaðsíðna ritinu Fjármálastöðugleiki sem Seðlabankinn gaf út í maí á þessu ári. Þvert á móti þar er íslenska fjármálakerfið sagt vera „í meginatriðum traust". Í fyrgreindu riti segir að langtímahorfurnar séu góðar í íslensku efnahagslífi „viðunandi staða bankanna, traust opinber umgjörð og eftirlit sem og örugg greiðslu og uppgjörskerfi og ekki síst sterk staða ríkissjóðs..." Síðan kemur almennt orðuð setning um að staða bankanna hafi veikst frá fyrra ári vegna minna framboðs lánsfjár á alþjóðamarkaði. Og áfram segir: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert." Samkvæmt orðum Davíðs Oddsson á fundinum í morgun er þetta allt saman bull sem stendur í riti banka hans, Fjármálastöðugleiki. Alla vega vekur það spurningar um afhverju Davíð lét ekki eitthvað af niðurstöðum fundarins í febrúar koma fram í þessu riti og raunar fleiri útgáfum á vegum Seðlabankans frá því að seðlabankamönnum var beinlínis brugðið í febrúar. Davíð Oddsson segir að hann og Seðlabankinn beri enga ábyrgð á þeirri stöðu sem upp er komin. Á móti kemur að menntaðir hagfræðingar og fjármálaspekingar, bæði innanlands og utan, eru sammála um að að hann hafi ekki valdið starfi sínu.
Tengdar fréttir Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18. nóvember 2008 09:32 Mest lesið Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Opið fyrir innsendingar í Lúðurinn 2025 Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Krefst erlendrar rannsóknar á störfum Seðlabankans Davíð Odddsson seðlabankastjóri krefst þess að fram fari ítarleg rannsókn á vegum erlendra aðila á störfum Seðlabankans í aðdraganda bankahrunsins. Komi í ljós að mistök hafi verið gerð þurfi ekki að reka neinn, menn muni segja af sér. 18. nóvember 2008 09:32