Sport

Kínverjar töpuðu stigum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Marta fagnar marki með brasilíska landsliðinu í dag.
Marta fagnar marki með brasilíska landsliðinu í dag. Nordic Photos / AFP
Kínverjar töpuðu heldur óvænt stigum í knattspyrnu kvenna eftir að hafa gert jafntefli, 1-1, við Kanada.

Kína vann góðan sigur á Svíum í fyrstu umferðinni og hefðu tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar með sigri í dag. Bæði mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik.

Norðmenn héldu áfram á sinni sigurbraut. Liðið byrjaði á því að vinna Bandaríkin og vann svo Nýja-Sjáland í dag, 1-0. Melissa Wiik skoraði markið á áttundu mínútu en bæði mörkin í sigri Norðmanna á Bandaríkjunum komu á fyrstu fjórum mínútum leiksins.

Brasilía komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik gegn Norður-Kóreu og vann svo 2-1. Daniela og Marta skoruðu mörk Brasilíu.

Kanada og Kína eru nú með fjögur stig í E-riðli, Svíþjóð með þrjú og Argentína ekkert.

Samskonar staða er í F-riðli. Brasilía og Þýskaland eru með fjögur stig, Norður-Kórea þrjú en Nígería ekkert.

Í G-riðli er Noregur öruggt með sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar enda með fullt hús stiga. Bandaríkin er með þrjú stig, Nýja-Sjáland eitt og Japan eitt.

Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram ásamt þeim tveimur liðum sem ná besta árangrinum í þriðja sæti.

Sem stendur lítur út fyrir að Japan, Nýja-Sjáland, Argentína og Nígería munu sitja eftir nema eitthvað mjög óvænt komi upp á lokakeppnisdegi riðlakeppninnar á þriðjudaginn kemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×