Sport

Myndir: Íslenski hópurinn í Ólympíuþorpinu

Elvar Geir Magnússon skrifar
MYND/Vilhelm

Ólympíuleikarnir verða formlega settir með glæsilegri athöfn á föstudaginn. Íslenski hópurinn er að stærstum hluta mættur til Peking.

Í dag var haldin móttökuhátíð fyrir íslensku þátttakendurna í Ólympíuþorpinu þar sem borgarstjóri Ólympíuþorpsins bauð hópinn velkominn og færði ÍSÍ að gjöf keramikplatta.

Í upphafi athafnar var Ólympíufáninn dreginn að húni við undirspil Ólympíuóðsins. Þá var þjóðsöngur Íslands spilaður og íslenski fáninn dreginn að húni. Barnakór flutti lagið „Heart to heart"sem tengist ólympíuhreyfingunni og skólum í Peking.

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, var á staðnum og má sjá nokkrar myndir frá athöfninni í myndaalbúmi hér að neðan.

Vilhelm
Vilhelm
Vilhelm
Vilhelm
Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×