Viðskipti innlent

Haldið verði áfram á sömu braut

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist ánægður með þær fréttir sem bárust af Alþingi í dag að ríkissjóður væri að ganga gjaldeyrisláni upp á rúma þrjátíu milljarða. Hann segir þetta mjög gott skref í rétta átt og nú sé brýnt að halda áfram á sömu braut.

„Þetta er mjög jákvætt og um að gera að byrja einhvers staðar," segir Vilhjálmur. Að hans mati á ríkið að halda áfram og styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn enn meira með frekari lántöku.

Hann segir einnig mikilvægt að ríkinu skuli hafa tekist að fá lán á eðlilegum kjörum en ekki þeim sem skuldatryggingaálag íslenska ríkisins gefi til kynna. „Það er bara mjög gott að þetta gekk eftir. Eftir því sem betur gengur að taka svona lána gerir það bönkunum auðveldara fyrir í sinni fjármögnun. Þetta er gott skref," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×