Viðskipti erlent

Seðlabankastjóri Indónesíu handtekinn vegna spillingar

Seðlabankastjóri Indónesíu hefur verið handtekinn sakaður um spillingu í störfum sínum.

Bankastjórinn Abdullah að nafni er m.a. sakaður um fjársvik þar sem 11 milljónir dollara voru yfirfærðir með ólöglegum hætti inn á bankareikninga ýmsissa þingmanna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem seðlabanki landsins er í rannsókn vegna fjármálamisferlis, slíkt hefur gerst nokkrum sinnum á undanförnum áratug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×