Handbolti

Einar fær nýjan þjálfara í vor

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu.
Einar Hólmgeirsson í leik með íslenska landsliðinu. Nordic Photos / AFP

Ákveðið hefur verið að endurnýja ekki samning Michael Roth, þjálfara þýska úrvalsdeildarliðsins Grosswallstadt sem Einar Hólmgeirsson leikur með.

Einar kom til félagsins frá Flensburg í sumar en hann hóf ferill sinn í Þýskalandi með Grosswallstadt á sínum tíma. Gengi liðsins hefur hins vegar verið langt fyrir neðan þær væntingar sem voru gerðar til þess fyrir tímabilið. Grosswallstadt er sem stendur í fjórtánda sæti deildarinnar með tíu stig eftir fimmtán leiki.

Roth sagði í samtali við þýska fjölmiðla að þetta væru vissulega að hluta til vonbrigði fyrir sig. Hann sagðist þó vonast til þess að liðið myndi ná markmiðum sínum í vor.

„Úrslit leikja í haust hafa verið okkur mikil vonbrigði en við ætlum okkur að nýta vetrarfríið vel og vinna áfram að þeim markmiðum sem við settum okkur í sumar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×