Sport

Tyson Gay stefnir á 9,6 sekúndur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tyson Gay á blaðamannafundinum fyrr í dag.
Tyson Gay á blaðamannafundinum fyrr í dag. Nordic Photos / AFP

Bandaríski spretthlauparinn stefnir ekki einungis á gull í 100 metra spretthlaupi karla á leikunum heldur ætlar hann sér að verða fyrsti maðurinn til að klára hlaupið á minna en 9,7 sekúndum.

Núverandi heimsmethafi, Usain Bolt frá Jamaíku, þykir líklegur til afreka á leikunum ásamt landa sínum Asafa Powell. Heimsmet Bolt er 9,72 sekúndur.

„Til að vinna hann verð ég að hlaupa á 9,6 sekúndum," sagði Gay á blaðamannafundi í Peking í dag. „Þetta er það sem ég hef æft mig fyrir og stefnt að."

Gay vann til gullverðlauna í 100 m, 200 m og 4x100 m hlaupum á Ólympíuleikunum í Aþenu fyrir fjórum árum.

Á bandaríska úrtökumótinu í sumar hljóp Gay 100 metrana á 9,68 sekúndum. Það met fékk hins vegar ekki að standa vegna of sterks hliðarvinds.

Úrslitin í 100 metra hlaupi fara fram á laugardaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×