Viðskipti erlent

Baugur selur Julian Graves

Tæplega 400 Julian Graves verslanir eru á Bretlandi.
Tæplega 400 Julian Graves verslanir eru á Bretlandi.
Baugur hefur selt bresku heilsuvöruverslanakeðjuna Julian Graves. Kaupandinn er NBTY Europe Limited, móðurfyrirtæki heilsukeðjunnar Holland & Barret. Framkvæmdastjóri Holland & Barret segir í viðtali við breska blaðið The Birmingham Post að spennandi áfanga hafi verið náð en fram að þessu hafi Julian Graves verið aðal keppinauturinn á markaði fyrir heilsuvörur í Bretlandi.

Holland & Barret ráða yfir 544 verslunum í Bretlandi og á Írlandi og við kaupin á Julian Graves fjölgar verslunum um 345. Blaðið greinir einnig frá því í dag að í sumar hafi komið til greina að stjórnendur Julian Graves myndu kaupa keðjuna, en af því varð ekki. tæplega 1799 manns vinna hjá fyrirtækinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×