Handbolti

Óli Stef: Hálfgerður skandall

MYND/Pjetur
"Við ætluðum að reyna að spila góðan leik og sýna okkar rétta andlit í dag, en það gekk ekki. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi en síðari hálfleikurinn var skandall," sagði Ólafur Stefánsson fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við Rúv eftir tapið gegn Spánverjum á EM.

"Spánverjarnir voru að spila svæðisvörn og við vorum ekkert að leysa það. Þetta var eins og hálfgerður æfingaleikur þar sem bæði lið voru farin að hugsa heim, en maður á náttúrulega alltaf að bera virðingu fyrir hverjum leik og þess vegna er þetta hálfgerður skandall."

"Væntingar skipta engu máli þegar þú kemur inn á leikvöllinn - menn spila bara sinn leik og reyna að gera hlutina rétt á taktískan hátt. Það var kannski margt sem má laga en ég nenni ekki að tala um það hér - það verður bara leyst innan liðsins. Nú er bara að vona að við komumst á Ólympíuleikana og fara að gíra sig upp fyrir það," sagði Ólafur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×