Breytingaskeið Þráinn Bertelsson skrifar 7. apríl 2008 06:00 Trúlega er ég að ganga í gegnum einhvers konar breytingaskeið enn einu sinni - en þau eru orðin fleiri en hægt er að telja upp í stuttum bakþanka. Líkamlega eru þau svipuð hjá mér og flestum öðrum. Það eru hin andlegu breytingaskeið sem ég er smeykur um að séu fleiri en gengur og gerist. Ég hef verið Heimdellingur og alþýðubandalagsmaður og svo framsóknarmaður, alveg þar til um morguninn þegar ég frétti að Framsóknarflokkurinn væri þeirrar skoðunar að Bandaríkjaher þyrfti endilega að gera innrás í Írak með tilheyrandi blóðsúthellingum og djöflagangi og stuðningsyfirlýsingu frá Íslandi. STUNDUM er ég þeirrar skoðunar að allir stjórnmálaflokkarnir séu nytsamlegir, jafnvel nauðsynlegir. Stundum finnst mér sami rassinn vera undir þeim öllum og þeir mættu fara í fúlan pytt mín vegna. Nú um stundir er hin pólitíska staða mín sú að höfuðið á mér hallast til hægri en hjartað er svo sem hálfa spönn vinstra megin við miðju. ÉG HEF VERIÐ bjartsýnn, jákvæður, trúgjarn, glaðlyndur, þunglyndur, neikvæður og svartsýnn. Ég hef verið trúleysingi og trúaður og núna í augnablikinu er ég þeirrar skoðunar að það hafi voða lítið upp á sig að þrefa um trúmál fyrr en allir eru orðnir sammála um hvað átt er við nákvæmlega með orðinu „Guð". Eiginlega er eina skoðun mín sem hefur aldrei breyst sú að maður eigi að vera góður við börn og dýr og þá sem eru minnimáttar. BREYTINGASKEIÐIÐ sem ég er að ganga í gegnum felst í því að mér finnst alltaf minna og minna um fleira og fleira. Ég skil til dæmis ekki að fullorðið fólk skuli leigja sér flugvél til að fljúga til Búkarest til að halda því fram að það sé til blessunar fyrir ættbálka í Afganistan að senda á þá ameríska og evrópska stríðsmenn til að kenna þeim að vera til friðs. Þá skil ég ekki heldur hvernig nokkur Reykvíkingur getur haft skynsamlega skoðun á því hvar landsvæðið Makedónía byrji og endi. Og allra síst skil ég hvernig nokkur lifandi manneskja, hvað þá heil þjóð, getur kært sig um að hafa stuðning frá delum á borð við Róbert Gabríel Múgabe til að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. En þetta gengur vonandi yfir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þráinn Bertelsson Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir Skoðun Sá „óháði“ kemur til byggða Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun
Trúlega er ég að ganga í gegnum einhvers konar breytingaskeið enn einu sinni - en þau eru orðin fleiri en hægt er að telja upp í stuttum bakþanka. Líkamlega eru þau svipuð hjá mér og flestum öðrum. Það eru hin andlegu breytingaskeið sem ég er smeykur um að séu fleiri en gengur og gerist. Ég hef verið Heimdellingur og alþýðubandalagsmaður og svo framsóknarmaður, alveg þar til um morguninn þegar ég frétti að Framsóknarflokkurinn væri þeirrar skoðunar að Bandaríkjaher þyrfti endilega að gera innrás í Írak með tilheyrandi blóðsúthellingum og djöflagangi og stuðningsyfirlýsingu frá Íslandi. STUNDUM er ég þeirrar skoðunar að allir stjórnmálaflokkarnir séu nytsamlegir, jafnvel nauðsynlegir. Stundum finnst mér sami rassinn vera undir þeim öllum og þeir mættu fara í fúlan pytt mín vegna. Nú um stundir er hin pólitíska staða mín sú að höfuðið á mér hallast til hægri en hjartað er svo sem hálfa spönn vinstra megin við miðju. ÉG HEF VERIÐ bjartsýnn, jákvæður, trúgjarn, glaðlyndur, þunglyndur, neikvæður og svartsýnn. Ég hef verið trúleysingi og trúaður og núna í augnablikinu er ég þeirrar skoðunar að það hafi voða lítið upp á sig að þrefa um trúmál fyrr en allir eru orðnir sammála um hvað átt er við nákvæmlega með orðinu „Guð". Eiginlega er eina skoðun mín sem hefur aldrei breyst sú að maður eigi að vera góður við börn og dýr og þá sem eru minnimáttar. BREYTINGASKEIÐIÐ sem ég er að ganga í gegnum felst í því að mér finnst alltaf minna og minna um fleira og fleira. Ég skil til dæmis ekki að fullorðið fólk skuli leigja sér flugvél til að fljúga til Búkarest til að halda því fram að það sé til blessunar fyrir ættbálka í Afganistan að senda á þá ameríska og evrópska stríðsmenn til að kenna þeim að vera til friðs. Þá skil ég ekki heldur hvernig nokkur Reykvíkingur getur haft skynsamlega skoðun á því hvar landsvæðið Makedónía byrji og endi. Og allra síst skil ég hvernig nokkur lifandi manneskja, hvað þá heil þjóð, getur kært sig um að hafa stuðning frá delum á borð við Róbert Gabríel Múgabe til að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. En þetta gengur vonandi yfir.