Roskin ráðskona í lífshættu Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 12. mars 2008 03:00 Þrátt fyrir vitnisburðarsýki á háu stigi tókst mér eitt sinn á uppreisnarárum gelgjuskeiðsins að fá einkunnina 1,0 í handavinnu. Með fylgdi sú umsögn kennarans að þennan eina fengi ég aðeins fyrir gæsku hennar og miskunnsemi. Viðkvæmur unglingurinn var þannig metinn einskis virði þegar kom að handlagni með nál og þráð. Meira þurfti ekki til að brjóta endanlega niður sjálfstraust mitt í handmenntum enda varð hin eftirminnilega einkunn kvikindislegum foreldrum mínum kræsilegur efniviður í marga brandara á minn kostnað. Þá, ef ekki fyrr, ákvað ég að hæfileikarnir lægju bókmegin og handavinna kæmi ekki við sögu á framabrautinni. Þótt ég kunni annars ákaflega vel að meta fallega prjónlesið á börnin mín frá ömmunni er yndi af saumaskap mér jafn óskiljanlegt og sanskrít. Einmitt í síðustu viku fékk ég staðfestingu á því að textílvörur ætti að umgangast með varúð og skuli alls ekki liggja á glámbekk. Roskin ráðskona heimilisins hefur marga fjöruna sopið og er bæði lífsreynd og vitur miðað við að vera köttur. Hlutverk ungfrú Skottu innan fjölskyldunnar er einkum að vera fórnarlamb þess ofdekurs sem annars hefði eyðilagt börnin og hefur hún lagt metnað í að bera byrðar lífsins með reisn. Auk þess hlúir hún að tilfallandi sjúklingum með þægilegri nærveru sinni og er ævinlega boðin og búin til aðstoðar ef einhver ætlar að pakka inn afmælisgjöf eða sjóða ýsusporð. Skemmtilegust af öllu eru þó hin sjaldgæfu tækifæri þegar saumakarfan er dregin fram úr skúmaskoti, því þar ofaní eru geymd girnileg tvinnakefli. Alveg þangað til í síðustu viku þótti okkur fíkn kattarins í allskyns spotta fremur skopleg og þurftum ósjaldan að toga uppúr henni garn í metravís sem hún var í óðaönn að gleypa. Hið sakleysislega tvinnakefli sem gleymdist á borði hefur nú reynst vera sannkölluð dauðagildra. Kominn í magann á ketti með þráðaþrá vefur tvinninn sig um líffærin beittur eins og hnífur. Eftir bráðauppskurð liggur ungfrúin góða nú á gjörgæslu milli heims og helju með vökva í æð og næringu í sondu. Ef þetta væri einhver annar köttur og annað fólk myndi sorgarstigið trúlega flokkast undir móðursýki. Handavinna er háskaspil, aldrei skal ég festa tölu framar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun
Þrátt fyrir vitnisburðarsýki á háu stigi tókst mér eitt sinn á uppreisnarárum gelgjuskeiðsins að fá einkunnina 1,0 í handavinnu. Með fylgdi sú umsögn kennarans að þennan eina fengi ég aðeins fyrir gæsku hennar og miskunnsemi. Viðkvæmur unglingurinn var þannig metinn einskis virði þegar kom að handlagni með nál og þráð. Meira þurfti ekki til að brjóta endanlega niður sjálfstraust mitt í handmenntum enda varð hin eftirminnilega einkunn kvikindislegum foreldrum mínum kræsilegur efniviður í marga brandara á minn kostnað. Þá, ef ekki fyrr, ákvað ég að hæfileikarnir lægju bókmegin og handavinna kæmi ekki við sögu á framabrautinni. Þótt ég kunni annars ákaflega vel að meta fallega prjónlesið á börnin mín frá ömmunni er yndi af saumaskap mér jafn óskiljanlegt og sanskrít. Einmitt í síðustu viku fékk ég staðfestingu á því að textílvörur ætti að umgangast með varúð og skuli alls ekki liggja á glámbekk. Roskin ráðskona heimilisins hefur marga fjöruna sopið og er bæði lífsreynd og vitur miðað við að vera köttur. Hlutverk ungfrú Skottu innan fjölskyldunnar er einkum að vera fórnarlamb þess ofdekurs sem annars hefði eyðilagt börnin og hefur hún lagt metnað í að bera byrðar lífsins með reisn. Auk þess hlúir hún að tilfallandi sjúklingum með þægilegri nærveru sinni og er ævinlega boðin og búin til aðstoðar ef einhver ætlar að pakka inn afmælisgjöf eða sjóða ýsusporð. Skemmtilegust af öllu eru þó hin sjaldgæfu tækifæri þegar saumakarfan er dregin fram úr skúmaskoti, því þar ofaní eru geymd girnileg tvinnakefli. Alveg þangað til í síðustu viku þótti okkur fíkn kattarins í allskyns spotta fremur skopleg og þurftum ósjaldan að toga uppúr henni garn í metravís sem hún var í óðaönn að gleypa. Hið sakleysislega tvinnakefli sem gleymdist á borði hefur nú reynst vera sannkölluð dauðagildra. Kominn í magann á ketti með þráðaþrá vefur tvinninn sig um líffærin beittur eins og hnífur. Eftir bráðauppskurð liggur ungfrúin góða nú á gjörgæslu milli heims og helju með vökva í æð og næringu í sondu. Ef þetta væri einhver annar köttur og annað fólk myndi sorgarstigið trúlega flokkast undir móðursýki. Handavinna er háskaspil, aldrei skal ég festa tölu framar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun