Stórfelld fækkun fiskvinnslufólks Ingimar Karl Helgason skrifar 13. febrúar 2008 00:01 Fiskvinnslufólki hefur fækkað gríðarlega á einum áratug. Konum hefur fækkað töluvert meira en körlum. „Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks. Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
„Það eru fyrst og fremst tæknibreytingar í vinnslunni sem skýra þetta,“ segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fiskvinnslufólki fækkað um fimm þúsund frá árinu 1997. Þá voru starfsmenn í fiskvinnslunni tæplega átta þúsund, en eru nú um þrjú þúsund. Arnar Sigurmundsson segir að tæknibreytingar og aukin sjálfvirkni nái til allra greina vinnslunnar. „Þetta á við í frystingunni, rækjunni, mjöli og lýsi. Alls staðar hefur fólki fækkað.“ „En það er fleira sem skýrir þessa miklu fækkun fiskvinnslufólks undanfarin tíu til fimmtán ár. Vinnsla á sjó hefur aukist, fyrirtækjum hefur líka fækkað, auk þess sem það hefur aukist að flogið sé með aflann óunninn úr landi.“ Arnar Sigurmundsson bendir líka á að það sem af er fiskveiðiárinu hafi hundruð starfa tapast í landvinnslunni. „Þetta eru hátt í 400 störf sem þegar hafa tapast. Samvæmt mínum upplýsingum hafa starfað þarna um fjögur þúsund manns, svo þetta er eitthvað um einn af hverjum tíu. Ég nefndi það á síðasta ársfundi samtakanna að hátt í 600 störf kynnu að tapast þegar allt væri komið fram.“ Sé miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar um fjölda starfsmanna fiskvinnslunnar má sjá að ríflega þrettán prósent hafa misst vinnuna vegna kvótaniðurskurðarins. Sumarleyfislokanir verði væntanlega mun lengri en áður. „Ætli það megi ekki gera ráð fyrir tveggja til þriggja mánaða lokun umfram venjulegar sumarleyfislokanir. Það þýðir þó ekki að fólki verði sagt upp, þótt fyrirtækin verði lokuð lengri hluta úr árinu.“ Fram kemur í tölum Hagstofunnar að fyrir áratug voru konur í nokkrum meirihluta fiskvinnslufólks en nú eru karlar fleiri. Konum í greininni hefur fækkað um 3.000 á meðan körlum fækkar um ríflega 2.000. Þá starfar megnið af fiskvinnslufólki utan höfuðborgarsvæðisins, en þar hefur því fækkað um 4.400 á áratug. Ekki liggja fyrir upplýsingar um skiptingu starfa eftir landsvæðum eða uppruna fiskvinnslufólks.
Héðan og þaðan Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira