Alfreð í björgunarleiðangur fyrir HSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. febrúar 2008 09:00 Alfreð Gíslason, fyrrverandi landsliðsþjálfari, mun gegna lykilhlutverki í því að finna hæfan erlendan þjálfara fyrir íslenska handboltalandsliðið. Hann sést hér með Einari Þorvarðarsyni, framkvæmdastjóra HSÍ, sem er farinn út til Kölnar þar sem hann fer yfir stöðuna með Alfreð. fréttablaðið/pjetur Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kallað á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en margir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkrum og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbindingum sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetningin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka," sagði Aron í gær. Íslenski handboltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Aron Kristjánsson hefur hafnað boði HSÍ um að gerast landsliðsþjálfari í handknattleik. Hann er fjórði þjálfarinn sem segir nei við HSÍ en áður höfðu Magnus Andersson, Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson gefið sama svar og Aron. HSÍ er þar með komið aftur á byrjunarreit í leitinni endalausu að arftaka Alfreðs Gíslasonar. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, fór utan til Þýskalands í gær til þess að hitta Alfreð Gíslason, meðal annars vegna landsliðsmálanna. Alfreð hefur verið HSÍ innan handar upp á síðkastið og nú hefur verið kallað á hann til að koma af fullum krafti í björgunarleiðangur. Alfreð þekkir betur til en margir aðrir í handboltaheiminum og er ákaflega vel tengdur. Hann hefur stungið upp á einhverjum nöfnum sem hann telur vert að skoða og mun nú hjálpa Einari í viðræðum við líklega kandídata. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er enginn einn ákveðinn þjálfari í sigtinu sem stendur og ætlar HSÍ að heyra hljóðið í nokkrum og vega síðan og meta þá möguleika sem þeir standa frammi fyrir. Annar möguleiki sem einnig hefur ekki verið útilokaður er að ræða við Guðmund Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara. Aron segir að það hafi verið mjög erfitt að segja nei við HSÍ en hann hafi hreinlega ekki getað hlaupið á brott frá skuldbindingum sínum við Hauka. „Ég hafði mikinn áhuga á starfinu. Það lá samt fyrir að ég gat ekki sinnt báðum störfum og get ekki hlaupið frá hálfkláruðu verki hér hjá Haukunum. Ég er vel til í að þjálfa landsliðið en tímasetningin hentar mér því miður engan veginn. Svo á ég líka von á mínu þriðja barni í lok júlí og ef við værum að fara á ólympíuleika þá myndi ég missa af því líka," sagði Aron í gær.
Íslenski handboltinn Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira