Handbolti

Alfreð: Verðum að læra af þessum leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sagði fyrri hálfleik í gær minna á Úkraínuleikinn á HM.
Sagði fyrri hálfleik í gær minna á Úkraínuleikinn á HM. Fréttablaðið/Valli

„Ég var ótrúlega óánægður með fyrri hálfleikinn því við gerðum ekkert af því sem talað var um að gera. Hálfleikurinn minnti hreinlega á Úkraínuleikinn á HM.

Ég held að menn hafi verið yfirspenntir og þetta var mjög klaufalegt allt saman. Ég hrósa þó markvörðunum fyrir þeirra hlut í fyrri hálfleik,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sem var ekki mjög kátur.

„Síðari hálfleikur var mun betri fyrir utan markvörsluna sem datt alveg niður. Tuttugu mínútur af hálfleiknum voru mjög góðar en við hleypum Tékkum inn eins og við gerum svo oft. Það var talsvert agaleysi í leiknum á kafla en margt jákvætt líka. Ég var mjög ánægður með Vigni, sem ég hafði gagnrýnt mikið fyrir afspyrnuslakan varnarleik í Danmörku.

Hann var mikið mun betri núna á öllum sviðum. Ásgeir stóð sig líka vel og Bjarni átti frábæra innkomu. Logi var sterkur og kraftmikill.

Við verðum samt að læra fljótt af þessum leik því ef við leikum hálfleik í Noregi eins og fyrri hálfleik hér þá verður okkur pakkað saman,“ sagði Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari, sem ætlar að spila talsvert annan varnarleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×