Keyra prentvélar 24 tíma sólarhringsins allt árið 9. janúar 2008 00:01 Forstjóri Infopress Group. Birgir Jónsson segir níu stórar prentvélar hafa verið teknar í notkun á einu ári, sem sé örugglega einsdæmi í heiminum. „Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög. Undir smásjánni Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
„Við erum stærsta prentsmiðjan á þessu svæði,“ segir Birgir Jónsson, framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Kvosar og forstjóri Infopress Group. Svæðið sem Birgir á við er Austur-Evrópa. „Við erum með um 1.100 starfsmenn og erum að velta á þessu ári um tíu milljörðum íslenskra króna.“ Infopress Group, sem er dótturfélag Kvosar, hefur fjárfest fyrir rúmlega 3,5 milljarða króna í Austur-Evrópu í desember. Birgir segir Infopress hafa keypt fyrir rúmu ári stærstu prentsmiðju Rúmeníu. Síðan hafi prentsmiðja í Búlgaríu verið keypt og nú síðast í Ungverjalandi. Verið sé að sameina þessa starfsemi með eitt stjórnunarteymi undir merkjum Infopress Group. „Þetta félag verður þá algjörlega leiðandi á þessu markaðssvæði,“ segir Birgir. Tvær vörur eru helst prentaðar í fyrirtækjum Infopress Group. Annars vegar eru hágæðatímarit eins og Esquire, Cosmopolitan og Playboy. Hins vegar er prentun á ýmiss konar auglýsingaefni eins og bæklingum. Birgir segir það vera ört vaxandi markað og alþjóðleg fyrirtæki séu í viðskiptum við Infopress. Ekki eru prentaðar bækur eða blöð í prentsmiðjunum. „Við keyrum vélarnar 24 tíma sólarhringsins allan ársins hring. Og til að hámarka afköstin reynum við að taka engin verk inn sem eru með með minna upplag en 50 til 60 þúsund eintök,“ segir Birgir. Fyrirtækið gangi vel og vöxturinn milli ára sé milli 40 og 50 prósent. Infopress Group sé að verða eitt af 20 stærstu prentsmiðjufyrirtækjum í Evrópu miðað við veltu. Infopress Group er að byggja prentsmiðju í Búdapest og reisir þar að sögn Birgis eina fullkomnustu prentsmiðju í landinu. Keypt var 70 þúsund fermetra land undir verkefnið og framleiðsla hefst í vor. Heildarfjárfesting vegna þessa er um tveir milljarðar króna. Birgir segja marga vera að koma inn á þennan markað og til að halda forskoti þurfi að fjárfesta mikið. Birgir Jónsson.Birgir segir Búlgaríu og Rúmeníu eiga nú aðild að Evrópusambandinu og allt viðskiptaumhverfi sé að breytast hratt. Vissulega hafi ákveðnar hindranir verið á veginum, meðal annars vegna spillingar og annars siðferðis en Íslendingar eigi að venjast. Allt sé samt á réttri leið og reksturinn traustur. Fjölskyldurnar sem stofnuðu prentsmiðjuna Odda á sínum tíma stofnuðu Kvos, sem er eignarhaldsfélag um nokkur dótturfélög.
Undir smásjánni Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Jólabarnið týndist: „Ég er að færast upp skalann aftur, segi sex“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira