Viðskipti innlent

Íslensku bankarnir vanmetnir á alþjóðamörkuðum

Heimir Már Pétursson skrifar

Íslensku bankarnir eru vanmetnir á alþjóðamörkuðum og njóta því verri kjara en aðrir bankar á Norðurlöndum, segir í nýrri skýrslu um íslenska fjármálamarkaðinn. Friðrik Már Baldursson, einn skýrsluhöfunda, segir íslensku bankana almennt sterka og vel í stakk búna til að standa af sér áföll.

Viðskiptaráð kynnti í morgun nýja skýrslu um alþjóðavæðingu íslenska fjármálakerfisins eftir Richard Portes hjá Viðskiptaháskóla Lundúna og Friðrik Má Baldursson, prófessor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík í samvinu við Frosta Ólafsson hjá Viðskiptaráði Íslands. Almennt séð fær íslenska bankakerfið góða dóma í skýrslunni.

Við kynningu á skýrslunni í morgun fór Friðrik Már yfir gífurlegan vöxt íslenska fjármálaheimsins og útrásina. Á örfáum árum hefur það t.d. gerst að vinnuafl hjá íslenskum fyrirtækjum er orðið jafn mikið í útlöndum og á Íslandi. Þá hafa eignir bankanna vaxið frá því að vera sem svarar til einnrar landsframleiðslu árið 2000 í sem svarar til áttfaldrar landsframleiðslu árið 2006.

Þessi vöxtur hefur valdið ójafnvægi í íslenskum efnahagsmálum og að mati skýrsluhöfunda orðið til þess að íslensku bankarnir gjalda fyrir uppruna sinn og efasemdir ríkja um þá í útlöndum.

Friðrik segir bankana hins vegar síst standa sig lakar en aðrir norrænir bankar, þótt vissulega séu þeir áhættusæknari. Þeir hafi hins vegar bætt mjög stöðu sína og verji sig vel mögulegum áföllum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×