Upptrekkt ljós fyrir Afríku Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 2. nóvember 2007 07:49 Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum. Ljós og lífÁ fátækustu svæðum Afríku eru fá heimili sem hafa aðgang að rafmagni. “Líf íbúanna stoppar eða er mjög takmarkað eftir sólsetur,” segir Kristine Pearson forstjóri stofnunarinnar á fréttavef BBC og bætir við að tveir klukkutímar af ljósi í viðbót myndu gera gæfumuninn fyrir líf þeirra. Alþjóðabankinn áætlar að meira en 500 milljón manns sunnan Sahara hafi ekki aðgang að rafmagni fyrir heimili sín. Í stað noti fólk steinolíulampa, ljós sem ganga fyrir batteríi eða kveikir eld til að lýsa upp eftir sólsetur. Þeir valkosti geti verið kostnaðarsamir auk þess sem erfitt er að nálgast eldivið og óhollt að brenna hann. Hluti af LifeLight verkefninu er að hanna hleðslustöð sem gæti hlaðið nokkur færanleg ljós. Tæknin hefur þegar verið notuð til að hanna vasaljós og smærri ljós sem trekkt eru upp. Hún er sömu tegundar og notuð var við útvörp sem stofnunin hefur dreift á svæðinu. Í stað þess að gefa ljósin eingöngu og fara svo, hefur stofnunin ákveðið að ráða konur til að selja ljósin. Þær verða einnig þjálfaðar til að laga og viðhalda ljósunum fyrir viðskiptavini. Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Tæknin sem nýtt er til að trekkja upp útvörp gæti bráðum orðið til þess að hægt verði að lýsa sum fátækustu heimili í Afríku. Freeplay stofnunin er að þróa frumgerð hleðslustöðvar fyrir heimilisljós sem hún vonast til að auki lífsgæði margra Afríkubúa. Ljósin myndu koma í stað annara valkosta sem nýttir eru á heimilum í álfunni í dag og eru bæði dýrari og valda mengun. Prófanir hefjast á heimilum í Kenýa á næstu mánuðum. Ljós og lífÁ fátækustu svæðum Afríku eru fá heimili sem hafa aðgang að rafmagni. “Líf íbúanna stoppar eða er mjög takmarkað eftir sólsetur,” segir Kristine Pearson forstjóri stofnunarinnar á fréttavef BBC og bætir við að tveir klukkutímar af ljósi í viðbót myndu gera gæfumuninn fyrir líf þeirra. Alþjóðabankinn áætlar að meira en 500 milljón manns sunnan Sahara hafi ekki aðgang að rafmagni fyrir heimili sín. Í stað noti fólk steinolíulampa, ljós sem ganga fyrir batteríi eða kveikir eld til að lýsa upp eftir sólsetur. Þeir valkosti geti verið kostnaðarsamir auk þess sem erfitt er að nálgast eldivið og óhollt að brenna hann. Hluti af LifeLight verkefninu er að hanna hleðslustöð sem gæti hlaðið nokkur færanleg ljós. Tæknin hefur þegar verið notuð til að hanna vasaljós og smærri ljós sem trekkt eru upp. Hún er sömu tegundar og notuð var við útvörp sem stofnunin hefur dreift á svæðinu. Í stað þess að gefa ljósin eingöngu og fara svo, hefur stofnunin ákveðið að ráða konur til að selja ljósin. Þær verða einnig þjálfaðar til að laga og viðhalda ljósunum fyrir viðskiptavini.
Tækni Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira