Cleveland tekið í kennslustund í San Antonio 8. júní 2007 04:18 Cleveland fann aldrei svar við gegnumbrotum og hraða Tony Parker í nótt, en hann skoraði 27 stig og leiddi kennslustund heimamanna AFP San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn. NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira
San Antonio tók í nótt 1-0 forystu í einvíginu um NBA titilinn með öruggum 85-76 sigri á Cleveland á heimavelli sínum. Varnaráætlun heimamanna gekk fullkomlega upp og skoraði LeBron James aðeins 14 stig og misnotaði 12 af 16 skotum sínum. Tony Parker og Tim Duncan voru í miklu stuði hjá San Antonio. Leiksins var ekki síst beðið með mikilli eftirvæntingu því hann markaði frumraun LeBron James í lokaúrslitum NBA. James átti erfitt uppdráttar frá fyrstu mínútu og var í strangri gæslu Bruce Bowen - sem auk þess fékk mikla og góða hjálp frá félögum sínum til að halda aftur af James. "Um leið og ég komst framhjá einum varnarmanni - var annar mættur til að hjálpa honum. Ég verð að leika betur ef við eigum að eiga möguleika á að vinna þetta einvígi," sagði LeBron James. "Það verður ekki auðvelt að halda aftur af honum í einvíginu og ég veit að hann á eftir að koma miklu sterkari inn í næsta leik," sagði Tim Duncan hjá San Antonio sem skoraði 24 stig, hirti 13 fráköst og varði 5 skot. Cleveland réði heldur ekkert við franska leikstjórnandann Tony Parker sem skoraði 27 stig og gaf 7 stoðsendingar. San Antonio tapaði báðum deildarleikjum sínum gegn Cleveland í vetur, en þeir fóru reyndar fram í nóvember og janúar - áður en San Antonio hrökk í gang og náði frábærum endaspretti. Tim Duncan hefur oft verið gagnrýndur fyrir að vera "leiðinlegur" leikmaður, en hann gerði það sem hann gerir best í nótt - að vera óstöðvandi. Það var félagi hans Parker einnig, en enginn af varnarmönnum Cleveland gat fundið svör við keyrslum hans inn í teiginn. "Okkur leið eins og við hefðum ekki spilað í mánuð," sagði Tim Duncan um þá löngu hvíld sem liðið fékk áður en það mætti Cleveland í nótt. "En um leið og við náðum að hrista af okkur mesta ryðið, var þetta allt í lagi. Skytturnar okkar hafa átt betri daga, en við náðum að gera það sem við lögðum upp með í vörninni." LeBron James hitti ekki úr fyrstu átta skotum sínum í leiknum, skoraði fyrstu körfu sína þegar langt var liðið á þriðja leikhluta og skoraði úr fyrsta langskoti sínu þegar innan við sjö mínútur voru eftir af leiknum. "LeBron átti erfitt uppdráttar í kvöld og þeir tóku allt frá honum sem við reyndum að teikna upp. Ef hann á annað borð komst inn í teiginn voru þar mættir tveir og þrír varnarmenn á hann til að loka á hann," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. "Hann er hausinn á snáknum og við verðum að afhausa snákinn," sagði Robert Horry hjá San Antonio. San Antonio hitti hinsvegar úr 7 af fyrstu 9 skotum sínum í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í viku og þar af skoruðu Tony Parker og Tim Duncan 14 af fyrstu 16 stigum liðsins. Manu Ginobili skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst fyrir San Antonio. Liðið var fimm stigum yfir í hálfleik en jók forskotið í 15 stig fyrir lokaleikhlutann. Cleveland náði að laga stöðuna aðeins í blálokin, en þá voru úrslitin þegar ráðin og ljóst að gestirnir þurfa að gera betur í næsta leik. Nýliðinn Daniel Gibson var stigahæsti maður Cleveland annan leikinn í röð og skoraði 16 stig og hitti úr 7 af 9 skotum sínum. LeBron James skoraði 14 stig, Drew Gooden 14 og Sasha Pavlovic 13. Lið sem vinnur leik eitt í lokaúrslitum NBA deildarinnar hefur orðið meistari 17 sinnum á síðustu 24 árum. Robert Horry, leikmaður San Antonio, er að reyna að komast í mjög þröngan hóp leikmanna í sögu NBA. Ef San Antonio verður meistari í ár, yrði það sjöundi titill hans á ferlinum. Horry vann tvo titla með Houston á miðjum tíunda áratugnum, þrjá með Lakers um aldamótin - og var í meistaraliði San Antonio árið 2005. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum. Næsti leikur í einvíginu fer fram í San Antonio aðfaranótt mánudags og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Sýn.
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Neyddur á dráttinn en vill frekar sófann og nammi Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Sjá meira