Handbolti

Gummersbach áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Nordic Photos / Bongarts

Gummersbach vann í gær öruggan sigur á Heilbronn-Horkheim í annarri umferð þýsku bikarkeppninnar í handbolta.

Leiknum lyktaði með 37-26 sigri Gummersbach en liðið hafði átta marka forystu í hálfleik.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson eitt. Sverre Jakobsson lék að venju í vörn liðsins en þjálfari þess er Alfreð Gíslason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×