Treysta öðrum en íslenskum fyrirtækjum 30. apríl 2007 19:17 Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda", en rannsóknin er sambærileg alþjóðlegri könnun sem almannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á fimmtudag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að um 61 prósent segjast bera frekar eða mikið trausts til alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrirtæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar, en athyglisvert verður þó að teljast að Íslendingar beri minna traust til íslenskra fyrirtækja heldur en fyrirtækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifavaldar svo til rússneskra (1%), mexíkóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Kannaðir voru fjölmargir aðrir þætti sem snúa að trausti og trúverðugleika í könnuninni og verða niðurstöðurnar kynntar nánar á málþinginu 3. maí. Þar mun David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, jafnframt kynna niðurstöður alþjóðlegu könnunarinnar, sem eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Könnun Capacent Gallup er sambærileg traustskönnun Edelman, en hún mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda. Þeir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35-64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mánuði. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Íslenskir áhrifavaldar bera mest traust til sænskra, þýskra og kanadískra alþjóðafyrirtækja. Íslensk fyrirtæki lenda í fjórða til fimmta sæti yfir þau fyrirtæki sem mesta traustsins njóta. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar Capacent Gallup og AP almannatengsla á trausti íslenskra „áhrifavalda", en rannsóknin er sambærileg alþjóðlegri könnun sem almannatengslafyrirtækið Edelman hefur framkvæmt síðustu átta ár. Niðurstöðurnar verða kynntar í heild sinni á málþingi í Salnum í Kópavogi á fimmtudag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að um 61 prósent segjast bera frekar eða mikið trausts til alþjóðafyrirtækja með höfuðstöðvar á Íslandi en mest traust er borið til sænskra fyrirtækja (75%), þýskra (74%) og kanadískra (66%). Japönsk fyrirtæki deila svo fjórða til fimmta sætinu með þeim íslensku. Sænsk, þýsk og kanadísk fyrirtæki tróna einnig á toppi alþjóðlegu rannsóknarinnar, en athyglisvert verður þó að teljast að Íslendingar beri minna traust til íslenskra fyrirtækja heldur en fyrirtækja frá þessum þremur löndum. Minnst traust bera íslenskir áhrifavaldar svo til rússneskra (1%), mexíkóskra (3%), brasilískra (4%) og pólskra (7%) fyrirtækja. Kannaðir voru fjölmargir aðrir þætti sem snúa að trausti og trúverðugleika í könnuninni og verða niðurstöðurnar kynntar nánar á málþinginu 3. maí. Þar mun David Brain, framkvæmdastjóri Edelman í Evrópu, jafnframt kynna niðurstöður alþjóðlegu könnunarinnar, sem eru jafnan kynntar á heimsviðskiptaráðstefnunni í Davos og hafa vakið mikla athygli síðustu ár. Könnun Capacent Gallup er sambærileg traustskönnun Edelman, en hún mælir viðhorf skilgreindra áhrifavalda. Þeir eru háskólamenntað fólk á aldrinum 35-64 ára sem fylgist með fjölmiðlum og hefur heildartekjur yfir 400.000 krónum á mánuði.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira