Lúxusblogg 17. maí 2007 06:00 Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk - upp á flippið. Ef fram heldur sem horfir munu auðæfin líka gera þeim kleift að kaupa langtum betri heilsugæslu og almennilega menntun fyrir afkvæmin. Grúví. Auglýsingin sem Jóhannes í Bónus setti í blöðin fyrir helgi gefur vonandi öðrum ríkum körlum hugmynd. Heilsíðan fangaði athygli landsmanna og skilaði tilætluðum árangri. Á sama hátt ættu aðrir ríkir að geta komið áríðandi persónulegum skilaboðum áleiðis, þess vegna auglýst eftir týndri húfu eða hvatt landsmenn til að sleppa því að fara á tónleikana með Josh Groban af því að hann er væmin grenjuskjóða. Framtak Jóhannesar var frábært og nú bíð ég eftir því að hinir ríku karlarnir taki við sér. Þeir hljóta að geta fengið heilbrigðum metingi útrás í heilsíðum alveg eins og í afmælisveislum og málverkauppboðum. Heilsíðan getur auðveldlega endað sem eins konar blogg ríku karlanna, lúxusblogg. Almenningur mun fylgjast spenntur með. Hver skyldi koma með heilsíðu í dag? mun fólk hugsa yfir morgunmatnum og fletta í ofboði í gegnum blöðin. Almenningur getur eignast uppáhaldsheilsíðukarlinn sinn. Hann Óli í Spons klikkar aldrei, segir fólk í veislum og vitnar í nýjustu heilsíðuna, eða: Sáuði heilsíðuna frá Bödda í Dragsúgi? Djöfull er hann alltaf góður. Mér skilst að heilsíðan kosti 300 þúsund kall. Ef 300 þúsund kall væri klink fyrir mér myndi ég líka skella heilsíðuauglýsingu í blöðin þegar ég væri í stuði. Möguleikarnir eru endalausir. Í dag myndi ég birta heilsíðu af mér í forsetastellingu við skrifborð. Kæru landsmenn, þið ættuð að skammast ykkar, myndu skilaboð mín hefjast. Þið höfðuð tækifæri til að kjósa einstakan meistara á þing, Ómar Ragnarsson, en í staðinn kusuð þið sama gamla þreytta tóbakið. Og þið fáið ekki annan séns fyrr en eftir fjögur ár! Múhahaha!!! Eiríkur Hauksson komst náttúrlega ekki áfram heldur. Týpískt. Hvers vegna á frumleikinn aldrei séns á þessu skeri? Eruði enn að naga ykkur í handarbökin yfir Silvíu Nótt? Kær kveðja, Gunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Eins og allir vita er komin upp lítil en vaxandi stétt ríkra karla á Íslandi. Þessir menn geta með peningunum sínum gert alls konar skemmtilega hluti sem við hinir ræflarnir getum ekki, til dæmis keypt grónar bújarðir og breytt í frístundajarðir, fengið hallærislega en rándýra poppara til að spila í afmælunum sínum eða boðið ruglverð í gömul málverk - upp á flippið. Ef fram heldur sem horfir munu auðæfin líka gera þeim kleift að kaupa langtum betri heilsugæslu og almennilega menntun fyrir afkvæmin. Grúví. Auglýsingin sem Jóhannes í Bónus setti í blöðin fyrir helgi gefur vonandi öðrum ríkum körlum hugmynd. Heilsíðan fangaði athygli landsmanna og skilaði tilætluðum árangri. Á sama hátt ættu aðrir ríkir að geta komið áríðandi persónulegum skilaboðum áleiðis, þess vegna auglýst eftir týndri húfu eða hvatt landsmenn til að sleppa því að fara á tónleikana með Josh Groban af því að hann er væmin grenjuskjóða. Framtak Jóhannesar var frábært og nú bíð ég eftir því að hinir ríku karlarnir taki við sér. Þeir hljóta að geta fengið heilbrigðum metingi útrás í heilsíðum alveg eins og í afmælisveislum og málverkauppboðum. Heilsíðan getur auðveldlega endað sem eins konar blogg ríku karlanna, lúxusblogg. Almenningur mun fylgjast spenntur með. Hver skyldi koma með heilsíðu í dag? mun fólk hugsa yfir morgunmatnum og fletta í ofboði í gegnum blöðin. Almenningur getur eignast uppáhaldsheilsíðukarlinn sinn. Hann Óli í Spons klikkar aldrei, segir fólk í veislum og vitnar í nýjustu heilsíðuna, eða: Sáuði heilsíðuna frá Bödda í Dragsúgi? Djöfull er hann alltaf góður. Mér skilst að heilsíðan kosti 300 þúsund kall. Ef 300 þúsund kall væri klink fyrir mér myndi ég líka skella heilsíðuauglýsingu í blöðin þegar ég væri í stuði. Möguleikarnir eru endalausir. Í dag myndi ég birta heilsíðu af mér í forsetastellingu við skrifborð. Kæru landsmenn, þið ættuð að skammast ykkar, myndu skilaboð mín hefjast. Þið höfðuð tækifæri til að kjósa einstakan meistara á þing, Ómar Ragnarsson, en í staðinn kusuð þið sama gamla þreytta tóbakið. Og þið fáið ekki annan séns fyrr en eftir fjögur ár! Múhahaha!!! Eiríkur Hauksson komst náttúrlega ekki áfram heldur. Týpískt. Hvers vegna á frumleikinn aldrei séns á þessu skeri? Eruði enn að naga ykkur í handarbökin yfir Silvíu Nótt? Kær kveðja, Gunni.