Handbolti

Vignir sjötti markahæsti í Danmörku

Vignir í baráttu við sýna gömlu félaga í Haukum. Hann leikur nú með Skjern.
Vignir í baráttu við sýna gömlu félaga í Haukum. Hann leikur nú með Skjern.

Eftir leiki helgarinnar í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta er landsliðsmaðurinn Vignir Svavarsson í sjötta sæti yfir markahæstu menn. Vignir leikur með Skjern á Jótlandi og hefur það sem af er skorað 57 mörk í 10 leikjum.

Vignir er eini Íslendingurinn sem kemst á lista 20 markahæstu manna í deildinni en þar leika meðal annars landsliðsmennirnir Snorri Steinn Guðjónsson, Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Hannes Jón Jónsson.

Vignir lék vel á með Skjern í kvöld þegar liðið lagði Ringsted að velli 33-24. Vignir setti 8 mörk og var valinn maður leiksins á heimasíðu Skjern




Fleiri fréttir

Sjá meira


×