Körfubolti

KR vann Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur.
TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur.

Í dag fóru fram þrír leikir í Iceland Express deild kvenna. Íslandsmeistarar Hauka töpuðu á útivelli fyrir KR, 88-81.

Keflavík er enn með fullt hús stiga eftir að hafa unnið Fjölni í Grafarvoginum, 86-45. Þá vann Grindavík Hamar í Hveragerði, 81-62.

KR komst upp í annað sætið með sigrinum en liðið er með tíu stig, rétt eins og Haukar. Keflavík er vitaskuld á toppnum með fjórtán stig en Grindavík er í því fjórða með átta stig.

Hamar, Valur og Fjölnir eru í neðstu sætunum með tvö stig hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×