Út í sjoppu Karen Kjartansdóttir skrifar 13. nóvember 2007 10:38 Hver æjar? Hver veinar? Hver á í deilum? Hver kvartar? Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Spakmannleg og skemmtileg þykja mér orðin hér að ofan enda koma þau úr kjarnyrtri lífsspeki Salómons sem finna má í Orðskviðum Gamla testamentisins. Líklega er drukkið fólk það allra leiðinlegasta sem hægt er að hugsa sér. Þegar byrjað var að ræða um að banna reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum vegna þess hve ægilega óhollar þær eru, kinkaði ég kolli samþykkjandi. Hins vegar furðaði ég mig á að enginn legði til að banna áfengisdrykkju á slíkum stöðum. Slík drykkja er afar óholl. Skýtur ekki skökku við að hér á landi sé umræðan um áfengi nær eingöngu í þá átt að það sé hægt að kaupa nær alls staðar og á öllum tímum sólarhringsins? Sérstaklega þegar við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að slíkt hefur í för með sér aukna neyslu, hærra verð og langtum minna úrval. Hvaða matvörubúð vill taka pláss fyrir heilt ríki í sinni verslun? Þá hljótum við einnig að gera okkur grein fyrir því að aukin neysla hefur í för með sér frekari heilbrigðisvandamál og þar með hærri skatta. Vínbúðir hafa gegnt hlutverki sínu vel og lagt sig fram um að bæta vínmenningu á landinu. Mikið efast ég um að matvöruverslanir fari að sinna því hlutverki jafn vel. Hafa þær auk þess bolmagn til að sinna sölu á þessu í allri manneklunni og með alla sína táninga að störfum? Er þetta réttindamál sem vert er að berjast fyrir? Ég hef grun um að Salómon hafi verið þurrkaður alki ef marka má Orðskviðina, að minnsta kosti hefur áfengisvandamál verið alveg jafn viðloðandi á tímum Gamla testamentisins ef marka má þessi orð sem finna má í þeim: „Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.“ Ég hef aldrei fundið til trúarþarfar. Varnaðarorð um vímuefni þykja mér þó alltaf viðeigandi, jafnvel þótt mér þyki gaman að fá mér smá lögg með félögum. Sem betur fer hef ég prýðilegar vínbúðir til að sjá mér fyrir áfengum drykkjum og þakka ég mínu sæla fyrir að hafa aldrei fundið þörf til að stökkva eftir slíkum vökva út í næstu sjoppu seint um kvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun
Hver æjar? Hver veinar? Hver á í deilum? Hver kvartar? Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á krydduðum drykkjum. Spakmannleg og skemmtileg þykja mér orðin hér að ofan enda koma þau úr kjarnyrtri lífsspeki Salómons sem finna má í Orðskviðum Gamla testamentisins. Líklega er drukkið fólk það allra leiðinlegasta sem hægt er að hugsa sér. Þegar byrjað var að ræða um að banna reykingar á veitingahúsum og skemmtistöðum vegna þess hve ægilega óhollar þær eru, kinkaði ég kolli samþykkjandi. Hins vegar furðaði ég mig á að enginn legði til að banna áfengisdrykkju á slíkum stöðum. Slík drykkja er afar óholl. Skýtur ekki skökku við að hér á landi sé umræðan um áfengi nær eingöngu í þá átt að það sé hægt að kaupa nær alls staðar og á öllum tímum sólarhringsins? Sérstaklega þegar við gerum okkur fyllilega grein fyrir því að slíkt hefur í för með sér aukna neyslu, hærra verð og langtum minna úrval. Hvaða matvörubúð vill taka pláss fyrir heilt ríki í sinni verslun? Þá hljótum við einnig að gera okkur grein fyrir því að aukin neysla hefur í för með sér frekari heilbrigðisvandamál og þar með hærri skatta. Vínbúðir hafa gegnt hlutverki sínu vel og lagt sig fram um að bæta vínmenningu á landinu. Mikið efast ég um að matvöruverslanir fari að sinna því hlutverki jafn vel. Hafa þær auk þess bolmagn til að sinna sölu á þessu í allri manneklunni og með alla sína táninga að störfum? Er þetta réttindamál sem vert er að berjast fyrir? Ég hef grun um að Salómon hafi verið þurrkaður alki ef marka má Orðskviðina, að minnsta kosti hefur áfengisvandamál verið alveg jafn viðloðandi á tímum Gamla testamentisins ef marka má þessi orð sem finna má í þeim: „Horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.“ Ég hef aldrei fundið til trúarþarfar. Varnaðarorð um vímuefni þykja mér þó alltaf viðeigandi, jafnvel þótt mér þyki gaman að fá mér smá lögg með félögum. Sem betur fer hef ég prýðilegar vínbúðir til að sjá mér fyrir áfengum drykkjum og þakka ég mínu sæla fyrir að hafa aldrei fundið þörf til að stökkva eftir slíkum vökva út í næstu sjoppu seint um kvöld.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun