Körfubolti

Fyrsti sigur Valsstúlkna

Kvennalið Vals vann í dag sinn fyrsta sigur í Iceland Express deildinni þegar liðið skellti Fjölni í Grafarvogi 78-58. Liðin eru á botni deildarinnar með eitt stig hvort.

Slavica Dimovska skoraði 25 stig og hirti 9 fráköst fyrir Fjölni, Efemia Sigurbjörnsdóttir skoraði 11 stig og Gréta Grétarsdóttir skoraði 8 stig, hirti 15 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.

Hjá Val var Hafdís Helgadóttir stigahæst með 20 stig, Þórunn Bjarnadóttir skoraði 16 stig og hirti 8 fráköst, Tinna Sigmundsdóttir skoraði 14 stig og gaf 7 stoðsendingar og Lovísa Guðnundsdóttir skoraði 12 stig. Þá átti Signý Hermannsdóttir frábæran leik með 6 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar og 4 varin skot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×