Sport

Pálmi framlengir við Val

Andri Ólafsson skrifar
Pámi er ánægður með nýja  samninginn.
Pámi er ánægður með nýja samninginn.

Pálmi Rafn Pálmason, miðjumaðurinn sterki hjá Val, framlengdi í dag samning sinn við félagið um tvö ár. Samingur hans átti að renna út um áramótin en Pálma líður að eigin sögn vel hjá Hlíðarendafélaginu og ákvað því að vera áfram hjá Val.

„Þetta leggst bara mjög vel í mig, það eru bjartir tímar framundan á nýjum velli og ég er mjög ánægður með þetta," segir Pálmi.

"Aðstaðan og þessir björtu tímar spila auðvitað stórt hlutverk í ákvörðun minni."

Aðspurður hvort ekki hafi heillað að reyna fyrir sér erlendis svaraði Pálmi: "Það kemur auðvitað alltaf til greina og það verður bara að skoða það ef sú staða kemur upp. Það eina sem ég hugsa um núna er að klára tímabilið með Val og ef eitthvað gerist eftir það þá gerist það bara."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×