Hægt er að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda án þess að kostnaður við aðgerðirnar verði óhóflega mikill. Þetta er niðurstaða sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál sem fundar í Bangkok í Taílandi. Að mati nefndarinnar myndi kostnaður við aðgerðir til að draga úr losuninni nema um 0,6-2,5 prósent af vergri heimsframleiðslu, allt eftir því hversu róttækar þær væru. Andstaða Kínverja við orðalag ályktunarinnar stóð lengi vel í vegi fyrir að hún yrði samþykkt en undanfarna daga hefur hins vegar sátt náðst um málið.
Viðskipti erlent