Níundi besti árangur sögunnar hjá Dallas 15. apríl 2007 23:55 Devin Harris átti góðan leik fyrir Dallas gegn San Antoino í einvíginu um Texas í nótt NordicPhotos/GettyImages Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira
Dallas Mavericks tryggði sér í nótt 9. besta árangur sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í NBA deildinni þegar liðið vann góðan sigur á grönnum sínum í San Antonio 91-85. Dallas hefur þegar unnið 66 leiki á tímabilinu þegar tveir leikir eru eftir og jafnaði í nótt árangur gullaldarliðs Milwaukee Bucks frá árinu 1971. Dirk Nowitzki og Devin Harris skoruðu 21 stig hvor fyrir Dallas í nótt en Tony Parker var stigahæstur gestanna með 23 stig. Tim Duncan var sendur í bað í þriðja leikhluta þegar hann fékk sína aðra tæknivillu og þótti dómurinn mjög umdeildur. Flestir reikna með að þessi tvö lið berjist um sigurinn í Vesturdeildinni í úrslitakeppninni og því var nokkur spenna í loftinu í leiknum í nótt - þó hann hefði í sjálfu sér ekki mikla þýðingu í deildarkeppninni. Chicago burstaði Washington á útivelli 101-68. Ben Gordon skoraði 30 stig fyrir Chicago en Deshawn Stevenson skoraði 13 stig fyrir lánlaust lið Washington. Golden State skaust í áttunda sæti Vesturdeildarinnar með því að leggja Minnesota 121-108. Jason Richardson skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Golden State en Ricky Davis skoraði 42 stig fyrir Minnesota. Á sama tíma tapaði LA Clippers rándýrum leik fyrir Sacramento á heimavelli og gæti tapið átt eftir að kosta liðið í baráttunni við Golden State um 8. sætið í Vestrinu. Elton Brand skoraði 29 stig, hirti 14 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Clippers en Francesco Garcia skoraði 19 stig fyrir Sacramento. New Jersey gerði út um vonir Indiana um að komast í úrslitakeppnina með 111-107 útisigri. Þetta er í fyrsta skipti síðan árið 1997 sem Indiana nær ekki í úrslitakeppnina. Jermaine O´Neal skoraði 20 stig fyrir Indiana en Vince Carter skoraði 35 stig fyrir New Jersey. Philadelphia lagði Detroit 102-91 og Toronto tryggði sér heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppni Austurdeildar með 107-105 sigri á New York Knicks. LA Lakers lagði Seattle 109-98 þar sem Kobe Bryant skoraði enn einu sinni 50 stig, en Rashard Lewis setti 24 stig fyrir Seattle. Orlando lagði Boston 88-86 og tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni. Orlando er nú að fara í úrslitakeppnina í fyrsta skipti í fjögur ár, en sigurinn í nótt var tæpur, því liðið var næstum búið að tapa niður 17 stiga forystu á síðustu sex mínútum leiksins. Það er því ljóst hvaða átta lið komast í úrslitakeppnina í Austurdeildinni, en er enn möguleiki á að liðin hafi sætaskipti. Efsta liðið mætir liðinu í áttunda sæti, annað sæti mætir því sjöunda, þriðja sætið mætir sjötta og svo leika liðin í fjórða og fimmta sæti. Staðan fyrir úrslitakeppnina í Austurdeildinni er þessi í dag. 1. Detroit 2. Chicago 3. Toronto 4. Miami 5. Cleveland 6. Washington 7. New Jersey 8. Orlando. Vesturdeildin: 1. Dallas 2. Phoenix 3. San Antonio 4. Utah 5. Houston 6. Denver 7. LA Lakers 8. Golden State. LA Clippers á enn möguleika á að ná áttunda sætinu í Vestrinu, en aðeins einum leik munar á liðinu og Golden State.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Í beinni: Grindavík - Keflavík | Á toppnum fyrir Suðurnesjaslag Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Sjá meira