RÚV tapaði 420 milljónum í fyrra 30. mars 2007 17:05 Útvarpshúsið við Efstaleiti. Mynd/GVA Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun, að því er segir í uppgjöri RÚV. Í uppgjöri RÚV segir að það hafi á undanförnum árum tekið á við sífelldan rekstrarvanda sem megi rekja fimm ár aftur í tímann þegar afnotagjöld fylgdu ekki almennri verðlagsþróun auk þess sem auknar skuldbindingar voru lagðar á stofnunina. Mestu muni um viðbótarframlag í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna sem kom til af kröfu ríkisins, að núvirði um 2.730 milljónir króna. Þetta hefur haft í för með sér umtalsvert hærri fjármagnskostnað hjá stofnuninni. Sífelldur rekstrarvandi hefur orðið til þess að dregið hefur úr fjárfestingum sem sé engan veginn nóg til þess að viðhalda lágmarksbúnaði. Rekstrartekjur RÚV í fyrra voru 3.867 milljónir króna og rekstrargjöld 3.670 milljónir króna. Hagnaður af rekstri fyrir afskriftir (EBITDA) var 196 milljónir króna í fyrra samanborið við 271 milljón árið 2005. Afskriftir fastafjármuna voru 238 milljónir króna og lækka um 20 milljónir á milli ára. Hrein fjármagnsgjöld jukust hins vegar um 169 milljónir á tímabilinu og 378 milljónum króna. Eigið fé RÚV var neikvætt um 186 milljónir króna í lok síðasta árs. Það er talsvert betri niðurstaða en í lok árs 2005 þegar eigið fé stofnunarinnar var neikvætt um 606 milljónir króna. Þetta er annað árið í röð sem eigið fé RÚV er neikvætt og segir í uppgjörinu ljóst að við það verði ekki unað. Þá segir ennfremur að RÚV standi á tímamótum. Stjórnvöld hafi ákveðið að breyta því í opinbert hlutafélag og hefst rekstur þess á sunnudag, 1. apríl. Samhliða því verða eignir endurmetnar og eiginfjárstaða RÚV bætt með framlagi úr ríkissjóði. Uppgjör Ríkisútvarpsins Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Ríkisútvarpið tapaði 420 milljónum króna í fyrra. Þetta rúmlega tvisvar sinnum meira en árið 2005 þegar tapið nam 196 milljónum króna. Verri afkomu má rekja til hækkunar fjármagnsgjalda og hækkunar á dagskrárefni vegna óhagstæðrar gengisþróunar auk þess sem afnotagjöld hafa ekki fylgt verðlags- og launaþróun, að því er segir í uppgjöri RÚV. Í uppgjöri RÚV segir að það hafi á undanförnum árum tekið á við sífelldan rekstrarvanda sem megi rekja fimm ár aftur í tímann þegar afnotagjöld fylgdu ekki almennri verðlagsþróun auk þess sem auknar skuldbindingar voru lagðar á stofnunina. Mestu muni um viðbótarframlag í lífeyrissjóð opinberra starfsmanna sem kom til af kröfu ríkisins, að núvirði um 2.730 milljónir króna. Þetta hefur haft í för með sér umtalsvert hærri fjármagnskostnað hjá stofnuninni. Sífelldur rekstrarvandi hefur orðið til þess að dregið hefur úr fjárfestingum sem sé engan veginn nóg til þess að viðhalda lágmarksbúnaði. Rekstrartekjur RÚV í fyrra voru 3.867 milljónir króna og rekstrargjöld 3.670 milljónir króna. Hagnaður af rekstri fyrir afskriftir (EBITDA) var 196 milljónir króna í fyrra samanborið við 271 milljón árið 2005. Afskriftir fastafjármuna voru 238 milljónir króna og lækka um 20 milljónir á milli ára. Hrein fjármagnsgjöld jukust hins vegar um 169 milljónir á tímabilinu og 378 milljónum króna. Eigið fé RÚV var neikvætt um 186 milljónir króna í lok síðasta árs. Það er talsvert betri niðurstaða en í lok árs 2005 þegar eigið fé stofnunarinnar var neikvætt um 606 milljónir króna. Þetta er annað árið í röð sem eigið fé RÚV er neikvætt og segir í uppgjörinu ljóst að við það verði ekki unað. Þá segir ennfremur að RÚV standi á tímamótum. Stjórnvöld hafi ákveðið að breyta því í opinbert hlutafélag og hefst rekstur þess á sunnudag, 1. apríl. Samhliða því verða eignir endurmetnar og eiginfjárstaða RÚV bætt með framlagi úr ríkissjóði. Uppgjör Ríkisútvarpsins
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira