Golden State batt enda á sigurgöngu Dallas 13. mars 2007 13:28 Josh Howard og félagar í Dallas þurftu að sætta sig við sjaldgæft tap í nótt NordicPhotos/GettyImages Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum. Á meðan hvorki gekk né rak hjá liði Dallas í leiknum í gær fóru leikmenn Golden State á kostum og skoruðu fimm leikmenn liðsins 16 stig eða meira. Mickael Pietrus skoraði 20 stig fyrir Golden State, en Jason Terry og Devin Harris skoruðu 16 hvor fyrir Dallas. Phoenix vann góðan heimasigur á Houston 103-82 þar sem "Brasilíska Þokan" Leandro Barbosa jafnaði persónulegt met sitt með 32 stigum fyrir Phoenix. Tracy McGrady skoraði 19 stig fyrir Houston en hitti aðeins úr 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Þetta var 200. sigur Mike D´Antoni þjálfara Phoenix með liðið - en hann hélt upp á áfangann með því að láta henda sér út úr húsi með tvær tæknivillur í síðari hálfleiknum. New Jersey batt enda á fimm leikja taphrinu með þvi að leggja slakt lið Memphis á útivelli 113-102. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis. Charlotte lagði Orlando 119-108. Derek Anderson skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte en Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando. Charlotte tryggði sér sigur í leiknum með tæplega 64% nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Toronto lagði Milwaukee á útivelli 108-93. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Toronto og T.J. Ford skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum í Milwaukee, en Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee. Leikur Seattle og Detroit verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan tvö eftir miðnætti. Sjónvarpsstöðin Sýn verður svo með leik Milwaukee og San Antonio á dagskrá á föstudagskvöldið - en sá leikur verður spilaður kvöldið áður. NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum. Á meðan hvorki gekk né rak hjá liði Dallas í leiknum í gær fóru leikmenn Golden State á kostum og skoruðu fimm leikmenn liðsins 16 stig eða meira. Mickael Pietrus skoraði 20 stig fyrir Golden State, en Jason Terry og Devin Harris skoruðu 16 hvor fyrir Dallas. Phoenix vann góðan heimasigur á Houston 103-82 þar sem "Brasilíska Þokan" Leandro Barbosa jafnaði persónulegt met sitt með 32 stigum fyrir Phoenix. Tracy McGrady skoraði 19 stig fyrir Houston en hitti aðeins úr 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Þetta var 200. sigur Mike D´Antoni þjálfara Phoenix með liðið - en hann hélt upp á áfangann með því að láta henda sér út úr húsi með tvær tæknivillur í síðari hálfleiknum. New Jersey batt enda á fimm leikja taphrinu með þvi að leggja slakt lið Memphis á útivelli 113-102. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis. Charlotte lagði Orlando 119-108. Derek Anderson skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte en Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando. Charlotte tryggði sér sigur í leiknum með tæplega 64% nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Toronto lagði Milwaukee á útivelli 108-93. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Toronto og T.J. Ford skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum í Milwaukee, en Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee. Leikur Seattle og Detroit verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan tvö eftir miðnætti. Sjónvarpsstöðin Sýn verður svo með leik Milwaukee og San Antonio á dagskrá á föstudagskvöldið - en sá leikur verður spilaður kvöldið áður.
NBA Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti