Stefán og Hannes í Silfrinu 23. febrúar 2007 13:33 Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun
Prófessorarnir Stefán Ólafsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson verða sérstakir gestir í Silfri Egils á sunnudag. Þeir munu ræða um ójöfnuð í íslensku samfélagi, fátækt, skatta og sitthvað í þeim dúr. Af öðrum gestum í þættinum má nefna Steingrím J. Sigfússon sem kemur heitur af landsfundi Vinstri grænna, séra Baldur Kristjánsson sem hefur merkilegar skoðanir á framtíð kirkjunnar, borgarfulltrúana Steinunni Valdísi Óskarsdóttur og Björn Inga Hrafnsson, Ólaf Teit Guðnason blaðamann og Atla Gíslason, lögmann og frambjóðanda. Þátturinn er að vanda á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 12.25 á sunnudag, strax að loknum hádegisfréttum, en einnig er hægt að horfa á hann í Veftívíinu hér á Vísi.