Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit 21. janúar 2007 14:09 Artest lét raka á sig hanakamb fyrir leikinn NordicPhotos/GettyImages Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira
Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Sjá meira