MySpace selt til Yahoo? 20. júní 2007 09:35 Rupert Murdoch. Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira