MySpace selt til Yahoo? 20. júní 2007 09:35 Rupert Murdoch. Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ástralski auðkýfingurinn Rupert Murdoch er sagður íhuga þessa dagana að selja tengslaveituna MySpace undan fyrirtækjahatti News Corporation til netveitunnar Yahoo. Að sögn breska blaðsins Times mun Murdoch fara fram á fjórðungshlut í Yahoo á móti. Murdoch keypti MySpace, sem var stofnað fyrir fjórum árum í Bandaríkjunum, í fyrir rétt tæpum tveimur árum fyrir 580 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 36 milljarða íslenskra króna. Ekkert er enn í hendi. Markaðverðmæti Yahoo nemur 37 milljörðum dala, jafnvirði 2.307 milljarða íslenskra króna. Mun fjórðungshlutur í veitunni því nema 12 milljörðum dala, 748 milljörðum íslenskra króna. Gangi viðskiptin með MySpace í gegn er gert ráð fyrir að markaðshlutdeild Yahoo komi til með að batna umtalsvert og geti fyrirtækið saxað vel á forskot bandaríska netleitarfyrirtækisins Google. Ekki liggur fyrir hver næstu skref verða en framtíðarsýn Yahoo er í loftinu eftir að Terry Semel, forstjóri Yahoo, yfirgaf óvænt forstjórastólinn í vikubyrjun. Jerry Yang, annar af stofnendum Yahoo, tók við stjórninni af honum. Breska ríkisútvarpið segir Yang ætla að gera hvað hann geti til að stýra Yahoo-skútunni á rétta leið. Það hefur hins vegar eftir markaðsaðilum, að fyrirtækið gæti orðið skotspónn í yfirtöku.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira