Handbolti

Ciudad Real vann alla leiki sína í riðlinum

Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real í kvöld. Alexander Petersson og félagar í Flensburg þurfa að ná hagstæðum úrslitum á morgun til að komast í næstu umferð.
Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real í kvöld. Alexander Petersson og félagar í Flensburg þurfa að ná hagstæðum úrslitum á morgun til að komast í næstu umferð. Mynd/Vilhelm

Ciudad Real vann í kvöld níu marka sigur á Drammen í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld, 44-35. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Ciudad Real.

Þar með er ljóst að Drammen kemst ekki áfram í næstu umferð en Ciudad Real er löngu búið að tryggja sig áfram.

Á morgun mætast Zaglebie Lubin og Flensburg í Póllandi í hreinum úrslitaleik um hvort liðið fylgi Ciudad Real í næstu umferð. Flensburg dugir jafntefli í leiknum.

Þá fóru fram þrír leikir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Hamburg tapaði dýrmætu stigi á heimavelli er liðið gerði jafntefli við Lemgo, 26-26. Logi Geirsson lék ekki með Lemgo vegna meiðsla.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach sem vann sex marka sigur á Wetzlar, 30-24. Sverre Jakobsson lék í vörn liðsins.

Þá vann Rhein-Neckar Löwen sigur á Lübbecke, 24-19. Birkir Ívar Guðmundsson var í marki Lübbecke og Þórir Ólafsson skoraði tvö mörk fyrir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×