Sport

Þórey Edda úr leik

Þórey Edda Elísdóttir er úr leik í stangarstökkkeppni kvenna á HM í frjálsum íþróttum. Undankeppnin fór fram nú í hádeginu en þar stökk Þórey 4,35 metra. Hún hefði þurft að stökkva 4,55 metra til að komast í úrslit.

Þórey stökk yfir 4,35 í fyrstu tilraun en felldi þrívegis í tilraun sinni til að stökkva yfir 4,45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×