Stór markmið hjá Straumi 12. september 2007 00:01 Níutíu dögum Williams Fall undir feldi er lokið. Hann kynnti framtíðarsýn bankans á blaðamannafundi á mánudag. MYND/Rósa Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til. Héðan og þaðan Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til.
Héðan og þaðan Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent