Stór markmið hjá Straumi 12. september 2007 00:01 Níutíu dögum Williams Fall undir feldi er lokið. Hann kynnti framtíðarsýn bankans á blaðamannafundi á mánudag. MYND/Rósa Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til. Héðan og þaðan Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til.
Héðan og þaðan Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira