Ulrik Wilbek landsliðsþjálfari Dana segist hafa séð fyrir sigur sinna manna á heimsmeisturum Spánverja. „Spánverjarnir voru þreyttir í kvöld. Ég hef allan tímann sagt að ég væri sannfærður um að við mundum vinna þennan leik. Þetta er langt mót og liðin þurfa að hafa breidd. Hana höfum við en Spánverjar ekki," sagði Wilbek í viðtali við TV2 í Danmörku.
„Það er allt eða ekkert á móti Rússum á laugardaginn. Ef við vinnum þann leik þá erum við komnir áfram, það verður frábær leikur", sagði Wilbek að lokum.
Þjálfari Dana: „Við höfum breidd en Spánverjar ekki“

Mest lesið





Luiz Diaz til Bayern
Fótbolti



Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní
Íslenski boltinn

