Vel mannað Silfur 10. febrúar 2007 19:03 Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun
Geir H. Haarde forsætisráðherra verður sérstakur gestur í Silfri Egils á morgun. Þátturinn er einstaklega vel mannaður en af öðrum gestum má nefna hinn óljúgfróða bóksala, Braga Kristjónsson, sem rýnir í stjórnmálin með sínu einstaka lagi. Á vettvangi dagsins sitja að þessu sinni Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákdrottning og frambjóðandi Vinstri grænna, Össur Skarphéðinsson alþingismaður, Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur og Bjarni Harðarsson, blaðamaður, bóksali og frambjóðandi hjá Framsóknarflokki. Þátturinn hefst á leiðara dagsins sem að þessu sinni fjallar um nýstárlega stéttabaráttu. Silfrið er sýnt á Stöð 2, í óruglaðri dagskrá, og hefst klukkan 12.25 að loknum hádegisfréttum. Einnig má horfa á það hér á Veftívíinu.