Helmingur heimila í mínus Ingimar Karl Helgason skrifar 19. desember 2007 00:01 Fjórðungur heimila eyðir mun meiru en hann aflar mánaðarlega. „Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar. Héðan og þaðan Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Þegar við skoðum neyslu, þá spyrjum við ekki hvernig hún er fjármögnuð,“ segir Guðrún R. Jónsdóttir, í vísitöludeild Hagstofunnar. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna árin 2004 til 2006 eyðir helmingur heimila meiru en hann aflar. Sá fjórðungur þeirra sem hefur minnstar ráðstöfunartekjur að jafnaði eyðir fjórðungi meira en hann aflar. „Sumir fjármagna neyslu með lánum. Til dæmis geta námsmenn haft útgjöld sem eru meiri en sem nemur tekjunum,“ segir Guðrún. Neysluútgjöld heimilanna hafa aukist um tæplega átta prósent á tímabilinu 2003 til 2005, samkvæmt könnun Hagstofunnar. Meðalútgjöldin voru tæplega 368 þúsund krónur á mánuði. Á sama tíma hefur meðalstærð heimila minnkað lítillega og útgjöld á mann því aukist um 9,1 prósent. Tekjuminnsti fjórðungurinn, ríflega þrjátíu þúsund heimili, hefur að jafnaði 239.687 krónur til ráðstöfunar á mánuði. Sami fjórðungur eyðir að jafnaði 303.861 krónu á mánuði. Útgjöldin eru með öðrum orðum 126,8 prósent af ráðstöfunartekjum. Hjá þeim fjórðungi heimila sem næstminnstar hefur tekjurnar, eru útgjöldin litlu meiri en sem nemur tekjunum. Þetta snýst hins vegar við þegar komið er í tekjuhærri fjórðungana. Sá fjórðungur sem hefur næstmestar tekjur eyðir að jafnaði 93,5 prósentum þeirra og sá hópur sem mestar hefur tekjurnar eyðir 77,8 prósentum þeirra. Í könnun Hagstofunnar er tekið tillit til allra heimilistekna, þar á meðal fjármagnstekna, eftir skatta. Í útgjöldunum felst meðal annars kostnaður af neysluvörum og þjónustu, leiguígildi vegna afnota af eigin íbúð, tilkynninga- og vanskilagjöld. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir félagsgjöldum og styrkjum, sektum og fasteignakaupum. Fram kemur í rannsókn Hagstofunnar að heimili í dreifbýli eyða almennt meiru en þau afla. Útgjöldin eru 0,3 prósentustigum meiri en tekjurnar. Heimili á höfuðborgarsvæðinu hafa almennt mestar tekjur, tæplega 410 þúsund krónur á mánuði. Heimili í þéttbýlisstöðum utan höfuðborgarsvæðisins eru að jafnaði með 364 þúsund krónur á mánuði en heimili í dreifbýli hafa innan við 350 þúsund krónur til ráðstöfunar.
Héðan og þaðan Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira