Titilvörn Miami hófst með tapi 22. apríl 2007 11:07 Það var hart barist í leik Miami og Chicago í nótt. MYND/Getty New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik. NBA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
New Jersey vann góðan útisigur á Toronto og meistarar Miami hófu titilvörn sína á að tapa fyrir Chicago þegar úrslitakeppni NBA-deildarinnar hófst í nótt. Tveir aðrir leikir voru á dagskrá úrslitakeppninnar í nótt. Luol Deng og Ben Gordon voru að öðrum ólöstuðum mennirnir á bakvið 96-91 sigur Chicago á Miami. Deng skoraði 33 stig og Gordon 24 en leikurinn var æsispennandi allt fram á síðustu mínútu. Þá reyndust taugar heimamanna sterkari og þeir fóru með sigur af hólmi eftir að hafa nýtt vítaskotin sín vel undir lokin. Dwayne Wade skoraði 21 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 19 stig. Sá síðarnefndi lenti í miklum villuvandræðum og var útilokaður frá leiknum þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Fjarvera Shaq reyndist dýrkeypt á lokamínútunum, en miðherjinn stóri var allt annað en sáttur með dæmgæsluna í leiknum. "Þeir voru nánast sjö á móti okkur fimm, með áhorfendur og dómara með sér í leiknum," sagði Shaq. New Jersey byrjar vel í einvígi sínu við Toronto og sigraði á útivelli, 96-91. Richard Jefferson átti frábæran leik og skoraði 28 stig og þá vantaði Jason Kidd aðeins tvö stig upp á að ná þrefaldri tvennu; hann skoraði 8 stig, tók 10 fráköst og gaf 15 stoðsendingar. Hjá Toronto var Chris Boch atkvæðamestur eins og svo oft áður, með 22 stig. "Ég kom ekki hingað til að velta mér upp úr viðtökum áhorfenda. Ég kom hingað til að vinna körfuboltaleik, og það tókst," sagði Vince Carter, leikmaður New Jersey og fyrrum leikmaður Toronto, en hann mátti þola baul og blístur í hvert sinn sem hann fékk boltann í leiknum í gær. "Við erum að vinna gríðarlega vel fyrir hvorn annan þessa stundina. Liðið er eins og vel smurð vél, allir leikmennirnir eru tilbúnir að fórna sér fyrir hvorn annan og traustið er mikið. Það skiptir öllu máli í svona úrslitakeppni. Liðið er mjög vel stemmt," sagði Carter jafnframt um frammistöðu New Jersey. Detroit vann tiltölulega auðveldan sigur á Orlando, 100-92, þar sem Richard Hamilton og Rasheed Wallace skoruðu 22 stig hvor fyrir heimamenn. Taktík Detroit í leiknum gekk fullkomnlega upp en hún gekk út á að hleypa gestunum aldrei í frítt skot heldur frekar brjóta á þeim og leyfa þeim að spreyta sig á vítalínunni. Þetta átti sérstaklega við um miðherjann sterka Dwight Howard, sem þykir ekki sá slungnasti á vítalínunni. Hann skoraði aðeins úr 3 af 11 vítaskotum sínum í gær. Howard átti engu að síður ágætan leik og hirti m.a. 19 fráköst. "Við vitum að þeir eru ekki besta liðið til að fara á vítalínuna þannig að það er um að gera að nýta sér það," viðurkenndi Chauncey Billups, leikstjórnandi Detroit, í leikslok. Í fjórða og síðasta leik gærkvöldsins lagði Houston lið Utah af velli á heimavelli sínum, 84-75. Gestirnir réðu ekkert við Yao Ming, miðherja Houston, en hann skoraði 28 stig. Þá átti Tracy McGrady frábæran síðari hálfleik og skoraði þá alls 22 stig eftir að hafa skorað aðeins eitt stig í fyrri hálfleik. 16 þeirra komu í þriðja leikhluta en það var þá sem Houston komst í forystu í leiknum, en Utah hafði níu stiga forystu í hálfleik.
NBA Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira