Jafnréttislög sem gagn er að 12. mars 2007 11:17 Í vikunni var kynnt frumvarp til laga um ný jafnréttislög. Frumvarpið er býsna róttækt miðað við núgildandi lög en sá er hængurinn á að ekki stendur til að leggja frumvarpið fram á yfirstandandi þingi. Félagsmálaráðherra hefur sagst munu leggja frumvarpið fram í haust en telja verður allsendis óvíst hvað um það kann að verða á nýju þingi. Endurskoðun jafnréttislaga var afar brýn. Íslendingar hafa átt sérstök jafnréttislög síðan árið 1977. Á þessum tíma hafa lögin verið endurskoðuð nokkrum sinnum og segja má að áherslan í jafnréttislögum hafi sveiflast frá lagatexta sem ekki er hægt að lesa úr að misrétti sé til staðar yfir í lög sem gera ráð fyrir að grípa verði til sértækra tímabundinna aðgerða til að tryggja konum sambærilegan rétt og karlar hafa. Í árum talið hafa lögin verið mun lengur með fyrrnefnda sniðinu eða með hlutlausum lagatexta sem að litlu eða engu leyti gefur til kynna að karlar séu betur settir í samfélaginu en konur. Gera verður ráð fyrir því að tilgangurinn með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé að koma á jafnrétti kynja. Enn er langt í land þrátt fyrir að jafnréttislög hafi verið í gildi hér á landi í þrjá áratugi. Það liggur því í augum uppi að lögin hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Það dugir augljóslega ekki að leggja upp með lög sem gera ráð fyrir formlegu jafnrétti milli kynja. Lögin verða einnig að fela í sér skýrar leiðir til að raungera þetta jafnrétti. Um þetta virðist ríkja sátt milli stjórnmálaflokka, annarra en Sjálfstæðisflokksins. Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni þingmanni að áherslumunur sé milli Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna í afstöðunni til jafnréttislaganna. Bjarni segir sjálfstæðimenn andvíga kvótum og sértækum aðgerðum til að ná fram jafnrétti milli kynja. Þetta verða að teljast skýr skilaboð. Vitanlega verður að horfast í augu við þá staðreynd að löggjöf ein og sér leiðir ekki til jafnrar stöðu karla og kvenna. Til þess að það takmark náist verður einnig að koma til viðhorfsbreyting, viðhorfsbreyting sem í það minnsta bjartsýnustu konur og karlar telja að sé að þokast í samfélaginu. Sú þróun er hins vegar afar hæg og fyrir liggur að hana verður að styðja með öflugri löggjöf þar sem horfst er í augu við staðreyndir og kveðið á um leiðir til að gera jafnrétti kynjanna að raunveruleika. Íslendingar geta ekki setið með hendur í skauti og beðið eftir jafnrétti kynjanna. Hlutlaus löggjöf hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Þess vegna er brýnt að þjóðin fái öflug jafnréttislög þar sem gert er ráð fyrir sértækum aðgerðum til að rétta hlut kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun
Í vikunni var kynnt frumvarp til laga um ný jafnréttislög. Frumvarpið er býsna róttækt miðað við núgildandi lög en sá er hængurinn á að ekki stendur til að leggja frumvarpið fram á yfirstandandi þingi. Félagsmálaráðherra hefur sagst munu leggja frumvarpið fram í haust en telja verður allsendis óvíst hvað um það kann að verða á nýju þingi. Endurskoðun jafnréttislaga var afar brýn. Íslendingar hafa átt sérstök jafnréttislög síðan árið 1977. Á þessum tíma hafa lögin verið endurskoðuð nokkrum sinnum og segja má að áherslan í jafnréttislögum hafi sveiflast frá lagatexta sem ekki er hægt að lesa úr að misrétti sé til staðar yfir í lög sem gera ráð fyrir að grípa verði til sértækra tímabundinna aðgerða til að tryggja konum sambærilegan rétt og karlar hafa. Í árum talið hafa lögin verið mun lengur með fyrrnefnda sniðinu eða með hlutlausum lagatexta sem að litlu eða engu leyti gefur til kynna að karlar séu betur settir í samfélaginu en konur. Gera verður ráð fyrir því að tilgangurinn með lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé að koma á jafnrétti kynja. Enn er langt í land þrátt fyrir að jafnréttislög hafi verið í gildi hér á landi í þrjá áratugi. Það liggur því í augum uppi að lögin hafa ekki skilað þeim árangri sem til var ætlast. Það dugir augljóslega ekki að leggja upp með lög sem gera ráð fyrir formlegu jafnrétti milli kynja. Lögin verða einnig að fela í sér skýrar leiðir til að raungera þetta jafnrétti. Um þetta virðist ríkja sátt milli stjórnmálaflokka, annarra en Sjálfstæðisflokksins. Í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Bjarna Benediktssyni þingmanni að áherslumunur sé milli Sjálfstæðisflokksins og hinna flokkanna í afstöðunni til jafnréttislaganna. Bjarni segir sjálfstæðimenn andvíga kvótum og sértækum aðgerðum til að ná fram jafnrétti milli kynja. Þetta verða að teljast skýr skilaboð. Vitanlega verður að horfast í augu við þá staðreynd að löggjöf ein og sér leiðir ekki til jafnrar stöðu karla og kvenna. Til þess að það takmark náist verður einnig að koma til viðhorfsbreyting, viðhorfsbreyting sem í það minnsta bjartsýnustu konur og karlar telja að sé að þokast í samfélaginu. Sú þróun er hins vegar afar hæg og fyrir liggur að hana verður að styðja með öflugri löggjöf þar sem horfst er í augu við staðreyndir og kveðið á um leiðir til að gera jafnrétti kynjanna að raunveruleika. Íslendingar geta ekki setið með hendur í skauti og beðið eftir jafnrétti kynjanna. Hlutlaus löggjöf hefur ekki skilað þeim árangri sem vonast var til. Þess vegna er brýnt að þjóðin fái öflug jafnréttislög þar sem gert er ráð fyrir sértækum aðgerðum til að rétta hlut kvenna.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun