Bretar kynna sprotafyrirtækjum vísindagarða í Bretlandi 4. apríl 2007 00:01 Jón Ágúst Þorsteinsson hjá Marorku. Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum sprotafyrirtækja í upplýsingatækni að skoða vísindagarða í Bretlandi um miðjan mánuðinn. Fulltrúi frá Marorku fór í ferðina árið 2005 og reyndist hún árangursrík, að sögn viðskiptafulltrúa sendiráðsins. MYND/GVA Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi. Héðan og þaðan Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Viðskiptadeild breska sendiráðsins ætlar að bjóða fulltrúum íslenskra sprotafyrirtækja í upplýsingatækni í fjögurra daga ferð um miðjan mánuðinn til að skoða vísindagarða í Bretlandi. Breska sendiráðið í Danmörku skipuleggur ferðina og verða fulltrúar norrænna sprotafyrirtækja í upplýsingatækni með í för. Tilgangurinn er að kynna kosti breskra vísindagarða fyrir fyrirtækjunum og þá kosti sem þar bjóðast. Elsa Einarsdóttir, viðskiptafulltrúi viðskiptadeildar breska sendiráðsins, segir að horft sé til þess að fyrirtækin nái tengslum við bresk fyrirtæki í svipuðum geira. Þá geti ferðafélagarnir ekki síður myndað tengsl innbyrðis og deilt hugmyndum sín á milli. Elsa segir að breska sendiráðið bjóði íslenskum sprotafyrirtækjum sem hafi ákveðna vaxtarmöguleika í kynnisferð til Bretlands til að skoða kostina enda standi þeim miklir möguleikar til boða. „Oftast eru þau ekki í stakk búin til að ráðast á markaði af fullum krafti heldur vilja þau prófa að þróa samstarf áður en áfram er haldið,“ segir hún. Elsa segir vísindagarða bjóða sprotafyrirtækjum upp á marga möguleika. „Vísindagarðurinn í Manchester, sem tengdur er háskólanum þar í borg, býður til dæmis fyrirtækjum afskaplega skemmtilega samninga. Þau eru með markaðsfulltrúa sem ræðir við erlend fyrirtæki auk þess sem hann hjálpar þeim að komast í samband við aðila sem fyrirtækin geta notið góðs af,“ segir Elsa og bendir á að stærstu vísindagarðarnir í Lundúnum, Cambridge og Oxford, bjóði ekki endilega bestu kostina fyrir lítil fyrirtæki. Það þurfi þeir einfaldlega ekki vegna mikillar ásóknar. „Þessir vísindagarðar eru stærstir, vinsælastir, dýrastir og ekki endilega þeir sem eru ákjósanlegastir,“ segir hún og bendir á að þeir þurfi ekki að laða til sín smáfyrirtæki. Marorka sendi fyrir tæpum tveimur árum fulltrúa í svipaða ferð á vegum sendiráðsins sem reyndist fyrirtækinu árangursrík. „Þarna komust þeir strax í samstarf við fyrirtæki sem starfaði innan vísindagarðsins sem gat hjálpað fyrirtækinu við að koma vöru sinni á þann stað þar sem Marorka vildi selja hana,“ segir Elsa og bætir við að Marorka hafi ekki einu sinni þurft að fá sér aðstöðu í Bretlandi til að stíga skrefið því ferðin hafi dugað í þetta sinn. Marorka hlaut Vaxtarsprotann 2007 í síðasta mánuði fyrir mestan vöxt sprotafyrirtækis á milli áranna 2005 og 2006. Elsa segir kostnað við ferðina lítinn samanborið við árangurinn sem geti fengist til baka. Sendiráðið greiðir uppihald og gistingu. Flug fram og til baka verða fyrirtækin hins vegar sjálf að greiða. „Þetta er frábært tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki til að dýfa tánni í og sjá hvað er í boði. Tilkostnaðurinn er lítill en ávinningurinn getur verið mikill,“ segir hún. Skipulagning ferðarinnar stendur nú þegar yfir og geta þau fyrirtæki sem hug hafa á að senda fulltrúa til að skoða það sem breskir vísindagarðar hafa upp á að bjóða dagana 16. til 19. apríl haft samband við breska sendiráðið hér á landi.
Héðan og þaðan Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira