Miklar dægursveifur á fjármálamörkuðum 18. ágúst 2007 03:00 Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna. Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira
Mikill viðsnúningur varð á öllum fjármálamörkuðum í gær eftir að Bandaríski seðlabankinn lækkaði óvænt vexti af lánum, sem hann lánar til lánastofnana, niður í 5,75 prósent eða um hálft prósentustig. Þetta var tilraun bankans til að draga úr þrengingum á lánamörkuðum sem staðið hafa yfir í nær tvo mánuði. „Þessi ákvörðun Seðlabankans var klárlega jákvæð,“ segir Haraldur Yngvi Pétursson, sérfræðingur hjá Kaupþingi. Hlutabréf í Kauphöll Íslands, sem annars staðar, tóku mikið stökk upp á við við tíðindin. Úrvalsvísitalan hækkaði um 2,94 prósent í gær og þarf að fara aftur til 23. febrúar á síðasta ári til að finna meiri dagshækkun. Veltan var mikil, um 26,1 milljarður króna. Markaðurinn náði hins vegar ekki að yfirvinna tap fimmtudagsins þegar markaðsvirði hlutabréfa í Kauphöll féll um 118 milljarða króna. Ávinningur gærdagsins nam níutíu milljörðum. „Það er alveg ljóst að margir voru búnir að finna kauptækifæri en voru að bíða eftir réttu tímasetningunni til að koma inn af krafti á markaðinn. Einhverjir töldu greinilega að þarna væri rétti tímapunkturinn til að koma inn,“ segir Haraldur Yngvi. Hann telur of snemmt að meta það hvort þetta þýði að frekari hækkanir séu í uppsiglingu. Þá styrktist krónan um 0,79 prósent eftir mikinn lækkunarferil að undanförnu. Mest hækkaði hún gagnvart japanska jeninu. Gengisvísitalan endaði í 125,1 stigi en fór lægst niður í 123 stig. Exista leiddi hækkanir gærdagsins, enda hefur félagið fallið mest á undanförnum dögum og vikum. Gengi félagsins hækkaði um fimm prósent. Bréf Bakkavarar, Landsbankans, FL Group og Kaupþings hækkuðu um þrjú prósent eða meira. Nærri 12,6 milljarða króna velta var með bréf Straums-Burðaráss sem hækkaði um 2,9 prósent. Straumur seldi fimm prósent í sjálfum sér fyrir 10,2 milljarða króna.
Viðskipti Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Viðskipti innlent Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Sjá meira