Viðskipti innlent

Opna skrifstofu í Genoa

Goðafoss
Goðafoss

Eimskip opnaði aðra skrifstofu sína á Ítalíu í byrjun þessa mánaðar. Nýja skrifstofan er í Genoa og er opnun hennar sögð liður í „markvissri uppbyggingu Eimskips í Evrópu“ og miðist að því að styrkja enn frekar stöðu félagsins á ítalska markaðnum.

Skrifstofan í Genoa leggur sérstaka áherslu á flutningsmiðlun og hitastýrða flutninga. „Genoa er ein mikilvægasta höfnin á Ítalíu og gegnir lykilhutverki þegar kemur að flutningi á sjávar- og kjötafurðum, grænmeti og ávöxtum. Því er þetta kjörin staðsetning til að þróa viðskiptamöguleika á sviði hitastýrðra flutninga,“ segir í tilkynningu Eimskips.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×