Viðskipti innlent

Hugsa sér til hreyfings

Hrúturinn fyrir utan höfuðstöðvar Kaupþings í London Alls starfa sex íslenskir lögmenn á vegum bankanna erlendis.
Hrúturinn fyrir utan höfuðstöðvar Kaupþings í London Alls starfa sex íslenskir lögmenn á vegum bankanna erlendis. MYND/björgvin Guðmundsson

Alls starfa nú sex íslenskir lögfræðingar á vegum bankanna á erlendri grundu; þrír hjá Kaupþingi, tveir hjá Landsbankanum í Lúxemborg og einn hjá Glitni. Hjá öllum bönkunum starfa síðan lögfræðisvið þar sem viðfangsefnin eru oft af alþjóðlegum toga.

Einnig berast fregnir af því að enn fleiri lögmannastofur hugsi sér til hreyfings og stefni að opnun erlendis. Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður og faglegur framkvæmdastjóri Lex lögmannsstofu, segist ekki geta staðfest neitt um að til standi að opna útibú frá stofunni erlendis en játar þó að slík mál séu í alvarlegri athugun. „Við sjáum klárlega markaðstækifæri þótt ekkert sé enn fast í hendi,“ segir Helgi og telur tækifærin helst fyrir hendi á Bretlandi og Norðurlöndunum. „Ég held að sú verði þróunin að íslenskir lögfræðingar horfi í auknum mæli út fyrir landsteinana. Þetta er eðlilegt framhald af útrásinni,“ sagði Helgi Jóhannesson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×