Úrvalsvísitalan sló enn eitt metið við lokun Kauphallar Íslands í dag þegar hún fór yfir 8.100 stig. Vísitalan hefur aldrei verið hærri. Vísitalan hefur hækkað um 26,38 prósent frá áramótum.
Vísitalan hækkaði um 0,57 prósent í Kauphöllinni og endaði í 8.102 stigum. Mesta hækkunin varð á bréfum Atlantic Petroleum, 10,5 prósent. Mesta lækkunin var hins vegar á gengi bréfa í stöðtækjaframleiðandanum Össur en gengið lækkaði um 0,9 prósent.