Sport

Beckham frá það sem eftir er keppnistímabilsins

Hnéskaði David Beckham virðist vera alvarlegri en í fyrstu var talið og nú berast þær fregnir úr herbúðum Los Angeles Galaxy að stjarnan muni vera frá næstu 4-6 vikurnar eða það sem eftir er af keppnistímabilinu í Bandaríkjunum.

Beckham tognaði á hné á 33. mínútu í úrslitaleik amerísku meistaradeildarinnar fyrr í vikunni. Galaxy tapaði síðan leiknum í framhaldinu.

En þetta er ekki bara slæmar fregnir fyrir Galaxy því meiðslin þýða að Beckham getur ekki leikið með enska landsliðinu í Evrópuleikjunum gegn Ísrael og Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×