Handbolti

Sex marka sigur Hauka á Fram

Elvar Geir Magnússon skrifar
Haukar lögðu Fram í toppslag í kvöld.
Haukar lögðu Fram í toppslag í kvöld.

Haukar unnu í kvöld virkilega góðan sigur á Fram á heimavelli í N1 deild karla. Lokatölur urðu 26-20 fyrir Hafnarfjarðarliðið sem er í efsta sæti deildarinnar með sextán stig eftir tíu leiki, þremur stigum meira en HK og Fram.

Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Hauka sem áttu magnaðan lokasprett í fyrri hálfleiknum. Jón Karl Björnsson skoraði sex mörk fyrir Hauka, öll nema eitt úr vítum, og Andri Stefan Guðrúnarson fimm. Jóhann Ingi Gunnarsson skoraði mest fyrir Fram eða fimm mörk.

Klukkan 20 hófst leikur Stjörnunnar og ÍBV en þar er staðan 23-9 í hálfleik. Heimir Þór Árnason er markahæstur í Garðabæjarliðinu með fjögur mörk í fyrri hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×