Körfubolti

Haukasigur í framlengingu

Haukastúlkur unnu dramatískan sigur í gær.
fréttablaðið/víkurfréttir
Haukastúlkur unnu dramatískan sigur í gær. fréttablaðið/víkurfréttir

Haukar unnu tveggja stiga sigur á Grindavík, 88-90, í æsispennandi framlengdum leik í Grindavík í gær. Joanna Skiba fékk tækifæri til þess að tryggja Grindavík sigur á vítalínunni fimm sekúndum fyrir leikslok en klikkaði á báðum vítum sínum og það varð að framlengja.

Haukastúlkur komust sex stigum yfir í framlengingunni og lönduðu síðan tveggja stiga sigri. Kiera Hardy hjá Haukum braut 40 stiga múrinn þriðja leikinn í röð.

- óój




Fleiri fréttir

Sjá meira


×