Kynlegur grautur 2. október 2007 00:01 Ófullnægt og óhamingjusamt fólk eru bestu neytendur sem völ er á. Flestir þeirra sem nota tölvupóst kannast við kæfupóstinn sem rignir inn til manns alla daga. Fyrirsagnirnar eru venjulega loforð um stærra typpi, stinnari brjóst, minni bumbu, rass án appelsínuhúðar, stinnari maga eftir meðgöngu og innri frið. Rót allrar óhamingju ku vera lélegt kynlíf ef marka má markaðsmenn samtímans. Sífellt er okkur hversdagsfólkinu lofað betri fullnægingu ef við bara kaupum nýja eggið, keiluna, holuna eða hvað þetta nú heitir. Þegar skutlurnar í þættinum Beðmál í borginni voru á hátindi frægðar sinnar var helsta umræðuefnið í vinkonuhópum landsins fullnæging. Ölvuð af röfli kynóðra sjónvarpskvenna sýndi góð vinkona mín mér eitt sinn stóran kassa af fullorðinsleikföngum, eins og sölufólk kallar plasthluti sem ætlað er að krydda kynlífið. Þarna voru ótal undarlegir hlutir og taldi vinkonan sig hafa gert kostakaup að hætti hagsýnnar húsmóður. Þar sem ég er haldin snert af stórmennskuæði ákvað ég að markaðslegir fylgifiskar kynfrelsisins væru fyrir neðan mína virðingu. Ég myndi ala með mér fyrirlitningu á öllum varning sem ætlað er að auka hamingju mína, fegurð, sálarró og fullnægingu. Þegar ég var að raða í pokanna í verslun um daginn áttaði ég mig á því að eitthvað kynlegt verksmiðjusull sem haft er við afgreiðslukassana hafði endað með mínum vörum. Nú eru góð ráð dýr, hugsaði ég. Átti ég setja túbuna í pokann og sleppa við umstang en um leið styrkja markaðsmenn sem gera út á tilbúna óhamingju fólks. Eða standa á mínu og heimta að leiðréttingu. Ég valdi seinni kostinn. Á að giska fimmtán ára kassaherrann kallaði eftir hjálp til að skila vörunni og tveir eldri starfmenn komu honum til aðstoðar. Orðið sleipiefni var endurtekið aftur og aftur. Viðskiptavinirnir á eftir mér urðu óþolinmóðir og könnuðu ástæður tafarinnar. Þetta var ömurleg stund en ég reyndi að sannfæra mig um að ég hafi farið með sigur í baráttunni við markaðsöflin sem nærast á tilbúinni óhamingju hversdagsfólks. Það var þó heldur máttlaus tilfinning. Þegar heim var komið ómuðu kynferðislegar skírskotanir í huga mér. Hlutlausustu fyrirbrigði, eins og leikfangakassi, egg, pylsa og svunta vöktu upp sóðaleg hughrif og ég bölvaði markaðssamfélaginu og endalausri opinskárri umræðu um kynlíf í hljóði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ófullnægt og óhamingjusamt fólk eru bestu neytendur sem völ er á. Flestir þeirra sem nota tölvupóst kannast við kæfupóstinn sem rignir inn til manns alla daga. Fyrirsagnirnar eru venjulega loforð um stærra typpi, stinnari brjóst, minni bumbu, rass án appelsínuhúðar, stinnari maga eftir meðgöngu og innri frið. Rót allrar óhamingju ku vera lélegt kynlíf ef marka má markaðsmenn samtímans. Sífellt er okkur hversdagsfólkinu lofað betri fullnægingu ef við bara kaupum nýja eggið, keiluna, holuna eða hvað þetta nú heitir. Þegar skutlurnar í þættinum Beðmál í borginni voru á hátindi frægðar sinnar var helsta umræðuefnið í vinkonuhópum landsins fullnæging. Ölvuð af röfli kynóðra sjónvarpskvenna sýndi góð vinkona mín mér eitt sinn stóran kassa af fullorðinsleikföngum, eins og sölufólk kallar plasthluti sem ætlað er að krydda kynlífið. Þarna voru ótal undarlegir hlutir og taldi vinkonan sig hafa gert kostakaup að hætti hagsýnnar húsmóður. Þar sem ég er haldin snert af stórmennskuæði ákvað ég að markaðslegir fylgifiskar kynfrelsisins væru fyrir neðan mína virðingu. Ég myndi ala með mér fyrirlitningu á öllum varning sem ætlað er að auka hamingju mína, fegurð, sálarró og fullnægingu. Þegar ég var að raða í pokanna í verslun um daginn áttaði ég mig á því að eitthvað kynlegt verksmiðjusull sem haft er við afgreiðslukassana hafði endað með mínum vörum. Nú eru góð ráð dýr, hugsaði ég. Átti ég setja túbuna í pokann og sleppa við umstang en um leið styrkja markaðsmenn sem gera út á tilbúna óhamingju fólks. Eða standa á mínu og heimta að leiðréttingu. Ég valdi seinni kostinn. Á að giska fimmtán ára kassaherrann kallaði eftir hjálp til að skila vörunni og tveir eldri starfmenn komu honum til aðstoðar. Orðið sleipiefni var endurtekið aftur og aftur. Viðskiptavinirnir á eftir mér urðu óþolinmóðir og könnuðu ástæður tafarinnar. Þetta var ömurleg stund en ég reyndi að sannfæra mig um að ég hafi farið með sigur í baráttunni við markaðsöflin sem nærast á tilbúinni óhamingju hversdagsfólks. Það var þó heldur máttlaus tilfinning. Þegar heim var komið ómuðu kynferðislegar skírskotanir í huga mér. Hlutlausustu fyrirbrigði, eins og leikfangakassi, egg, pylsa og svunta vöktu upp sóðaleg hughrif og ég bölvaði markaðssamfélaginu og endalausri opinskárri umræðu um kynlíf í hljóði.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun